Wednesday, December 19, 2007

Julepaus

Kominn á klakann í góða veðrið og birtu lífsins, frí til 8 jan.

Þangað til,
Gleðileg jól og gott næsta nýja ár

Tuesday, December 11, 2007

Bráðum kemur blessað jólafríið

Asskoti er mar latur stundum. Það helsta sem er í fréttum af mér er að konan mín hún Elín er komin til flatlendisins eftir að hafa þeyst um heiminn í 3 mánuði. Ég get ekki talið upp allt sem hún er búin að fara, gera eða skoða en þið getð skoðað það á ferðablogginu hennar hér. Hún kom allaveganna heim heil á húfi og harðari en harðfiskur.

Skólinn er búinn að vera rólegur seinustu daga, engin verkefni bara lestur og tímar en svo eru prófin í janúar, svo að jólafríið ef frí má kalla fer eitthvað að hluta til til prófalesturs.

Hönnun bílsins í formúluliðinu er að komast á lokastig. Allir að hamast við að klára sína hluti þar fyrir hönnunarsýninguna sem er 22 des. Þar sem ég er að hanna virkni fjöðrunarinnar er ég mikið að lenda uppá kant við aðra vegna þess að það þarf að hafa ýmislegt í huga við framleiðsuaðferðir, peninga osf. Ætla bara að reyna að sjá til þess að þetta verður klárt áður en ég fer á klakann. En ég er þessa stundina öll kvöld að vinna í þessu ásamt 40manns.

Seinasta laugardag fóru ég og Elín að horfa á nokkurskonar forsmekk af Dakar rallinu. Við fengum lánað mótorhjól hjá þýskum félaga mínum hérna, misgóða galla og hjálma. Fórum á fætur um 7 á laugardagsmorgun og hjóluðum um 150km í morgunblíðu og sól. Það var ótrúlega gaman. Þegar við fórum að nálgast bæjinn sem að brautin var í fór að bætast í hjólahópinn. Brunuðu frammúr okkur hollendingar á endurohjólum alveg í röðum, allir á leiðina á keppnina. Hér er það sjálfsagt að hjólafólk smeygji sér á milli bíla þegar umferð er mikil og við að sjálfsögðu fylgdum bara hópnum. Þegar á brautina var svo komið var það pakkað af
olíumaurum víða að frá Hollandi. Hollenskir keppendur og styrktaraðilar þeirra voru að sýna tækin og búnaðinn sem þeim fylgdi. Þvílíkar græjur, 1000hestafla vörubílar gerðir til að stökkva, flottir landroverar? böggybílar og mótorhjól. Og að sjá þessa kalla það var eitthvað augnarráð hjá þeim öllum. Einhver laus skrúfa. Þeir fara í þessa keppni vitandi að það er mögueiki á að þeir komi ekki aftur. Allann daginn skiptust þeir á að tæta í brautinni og þess á milli voru supermoto hjól og hollenski meistarinn í ralli að taka hringi á malbikshlutanum.
Myndir af þessu öllu saman er að finna hér
Svo er bara farinn að koma tími á að fara heim á klakann í steik, grænar baunir, brúnaðar kartöflur og sósu, mikið af sósu. Ég kanski smelli inn einni færslu áður en þangað er haldið.

Saturday, December 1, 2007

Skuggi skegglausi

Ef vídeoið stoppar smellið þá einusinni á tímalínuörina.

Monday, November 26, 2007

Batavia

Viðburðarrík helgi að baki. Hitti pabba á föstudag, við renndum okkur til Boulogne í Frakklandi að sýna frökkunum hvaða veiðarfærum á að beita til að ná í stóru fiskana. Þaðan brunuðum við til Urk, átum vel og ég keypti eitt stk susuki gsx-r 1000. Á sunnudeginum kíktum við til Batavia sem er lítill bær hérna í hollandinu, þar er að finna skipasmíðastöð sem er að smíða skip frá 16 öld með sömu aðferðum og í þá daga. Það tekur um 10 ár að smíða eitt svona skip og hafa þeir líka aðeins náð að klára eitt, en annað er í vinnslu. Við fengum þvílíkann gæd, hann Jean Ridder sem er áhugamaður um þessi skip og kemur þarna um helgar til að segja og sýna hvernig þetta var gert og sögu skipanna. Hann gerir þetta í sjálfboðavinnu, þvílíkur áhugi. En þetta var mjög flott og ég hefði ekki verið til í að vera á svona skipi. Myndir hér

Ef einhver getur sagt mér á hverju hann Jean Ridder heldur á, á sá hinn sami von á glaðning.

Eftir þessa miklu sýningu fóum við til Amsterdam og kíktum á listasafn þar, rijksmuseum mjög flott. Þá voru Eyjó og Hanna Steinunn sótt og farið út að borða. Stutt stop en gaman að hitta þau.


Nú bíð ég bara eftir að opna jólagjöfina mína...

Sunday, November 18, 2007

Boba!



Eins og bubbi myndi segja það. Við fórum að horfa á RedBullKnockOut í dag, sem er mótorkrosskeppni haldin á Schevening ströndinni í Den Hag. Ég byrjaði á því í morgun að hjóla til Jóns og Jóhönnu sem er um klst hjólreið. Þar var tekið á móti mér með enskum morgunverði, baukon og pullur. Svo fórum við á ströndina, það var sól, heiðskýrt en skítakuldi og gjörsamlega pakkað á ströndinni. Einhverjar þúsundir að horfa á þetta reis. Við náðum okkur ágætis plássi til að horfa og svo á slaginu tvö var ræst. Þetta var alveg svakalegt, 500 hjól og ökumenn með allt í botni meðfram sjólínu strandarinnar, sumir voru að fara vel yfir 200km/klst. Tekin var beygja eftir að þeir keyrðu undir casinoið og leiðin til baka var ekki jafn fljótfarin, með beygjum, pöllum vúpsum og úpsum. Það myndaðist mikill pyttur ökumanna sem vöru fastir hingað og þangað og á meðan á þessu stóð var þyrla sem elti þá sem voru fyrstir. Fyrsta móto eins og það er kallað tók um klst, þá voru um 50 manns dottnir út með biluð hjól eða brotin bein. Þá kom brunandi inn á ströndina skriðdreki, þvílíkt flykki. Hann keyrði beint niður í fjöruborðið og á eftir honum vélsleði og löggubíll, svo var þyrlan komin líka. Það sem gerðist var að þegar flóðiðbylgjan kom hingað um dagin dróg hún upp á land einhverjar fosfórsprengjur og hefur herinn verið þarna að eyða þeim. Hugsanlega sást til einnar þarna og var þyrlan notuð til að ýfa sjóinn frá henni. En svo tók skriðdrekinn aftur á rás, á botngjöf fram og til baka. Þá hófst næsta móto, nú með 250 manns þegar það kláraðist fórum við heim til Jóns og horfðum á restina í beinni útsendingu þar sem við vorum kaldir inn að beini þrátt fyrir að vera vel klæddir. Alveg magnað hvað hollendingurinn getur verið lítið klæddur og með mikið gel í hárinu án þess að láta á sjá.
En þetta var snilldar dagur í alla staði. !!!Myndir hér!!!

Friday, November 16, 2007

Super sunday!

Langaði bara að sýna ykkur smá, á hvað ég er að fara að horfa, sunnudaginn á.

Góða helgi ;-)

Sunday, November 11, 2007

Hasar basar


Þetta bloggdæmi hérna er ágætt svona vikulega, það er ekki eins og að það sé alltaf eitthvað áhugavert að gerast. En þessi vika var ansi hressandi.

Það er búið að vera skítaveður hérna, suð suð vestan suddi, súld og haglél inn á milli. Flóðbylgja sem átti að koma hingað var nú ekkert að hræða hollendinginn þar sem varnargarðar þeirra eru byggðir með 10.000ára endingu og ég er ekkert að grínast með það. Þeir gerðu alveg ráð fyrir einhverjum svona smá skvettum á þeim tíma.

Á leiðinni heim úr búðinn á miðvikudaginn að ég held brunaði framhjá mér einn tramminn(stuttinnanbæjarlest) hann fer þarna framhjá á 15mín fresti nema hvað að úr þessu var neistaflóðið þvílíkt, eins og rakettur væru á hverju hjóli. Þessir trammar bremsa beint oná teinana svo að eina leiðin til að þetta geti gerst er að rafmagnið sem þeir taka inn um grindur á toppnum nái að leiðast niður í jörð og tramminn ss bara að sjóða sjálfann sig við teinana. Þetta var mjög flott sjón, svo fór ég bara heima að elda. Kveikti á hollenskum fréttatíma og vitir menn þar var tramminn sem ég sá rétt í þessu búinn að keyra inn í annann tramm. MAGNAÐ

Þetta sama kvöld var svo önnur umferð í ökumannavali DUTRacing og fórum við nú á stærri gokartbraut einhverstaðar við den Hag. Það gekk alveg þokkalega í þetta skipti náði 15 sæti, fór tvisvar og náði að bæta mig um sekúndu á hring. Myndir setti ég inn á myndasíðuna. Ég veit ekki enn hvort að 15 sé nóg til að fá að keppa en það er ekki svo mikilvægt fyrir mér þar sem ég fæ að keyra eitthvað og ég veit ekki hvort að ég fari með á allar keppnir næsta sumar.

Talandi um keppnir þá er hér næstu helgi svakaleg motocross keppni REDBULLKNOCKOUT, á ströndinni í scheveningen. Ég og Jón ætlum að sjálfsögðu að eyða þar deginum í góðu yfirlæti og tvígengisilm. Það lítur út fyrir að Eyjó rallari og Hanna Steinunn dansari ætli að kíkja í kaffi næstu helgi, vonandi næ ég að hitta á þau, sýna þeim pleisið.

Og meira 8 des er svo æfingarkeppni þáttakendi í 2008 dakar, það er eitthvað sem ég bara verð að sjá. Það er keyrt í braut bíla, hjól og trukkar, veit ekki hvort að þetta sé upp á alvöru eða bara verið að testa græjurnar en allavegann er það vel þess virði að skoða þessi tæki. Jeppaveikin hjá mér er að versna hérna þar sem ég er að gleyma hvernig það er að liggja í olíupollinum öll kvöld;-)



Sunday, November 4, 2007

Haustið komið

Þá er haustið komið, það kom í gær um hádegisbilið. Bara allt í einu féllu laufin, það var sem snjókoma og á augnabliki var jörðin þakin gulum laufblöðum. Mjög flott.
Prófin kláruðust á föstudaginn, mér og Jóni til mikillar ánægju, næstu próf ekki fyrr en í janúar.
Helgin fór í það að bara ekki vera að læra, kíkti til hag sem svo oft áður, á laugardagskvöldinu var búið að boða til mikillar veislu í kommúnunni Bagijnhof, en þar búa 40 manns í oppnu fjölbýlishúsi, þetta fyrirkomulag er ekki óalgengt hér í hollandi og er að mínu mati svoldið töff.
Húsið er á að ég held 5 hæðum herbergi að mismunandi stærð við útveggi, húsið er svoldið holt að innan, opin rými, 5 eldhús sem allir deila, sjónvarpsherbergi og afþreyjingarrtými hingað og þangað. Rúna og Una búa einmitt þarna. Íbúarnir gera þetta einusinni á ári, þemað var Bagijna
gamalt oskráð samfélag og ætlast var til að fólk mætti uppáklætt í hverskonar múnderingu, hver íbúi mátti bjóða 15 manns og það gerir þá boðslista uppá 600 manns, mætingin var eitthvað mjög nálægt því, það var pakkað þarna. 3 hljómsveitir á mismunandi stöðum í húsinu héldu uppi stemmningu. Íbúarnir voru búnir að oppna 2 bari og einn veitingarstað handa æstum múgnum. Þetta var herber snilld og alveg ótrúlega gaman. Myndir hér! Sunnudagurinn var líka góður þar sem ég svaf vel út, og fór svo í afmæli til bestu vinkonu minnar hérna. Hún Aníta, dóttir hans Jóns hélt uppá 3 ára afmæli sitt með pompi og prakt. Kökur, kók, nammi, pakkar og leikir, gerist ekki betra;-)
Þá heldur skólinn bara áfram á morgun, við þurfum að finna okkur 1-2 kúrsa til að taka þetta tímabil, ég þarf að vinna vel í FS og ENG svo það er meir ein meir en nóg að gera.

Sunday, October 28, 2007

Belangrjik?

Er eitthvað orð á hollensku;-). Ég er búinn að vera mikið að læra seinustu daga þar sem það er prófatörn. Pabbi kom í heimsókn seinustu helgi þar sem hann er að vinna að verkefni hér í Hollandi. Það var lúxus líf á okkur, út að borða á misgóðum stöðum osfr. Ég fór með hann í skólann en þar sem það er allt lokað þar um helgar gat ég ekki sýnt honum meir en FS aðstöðuna. Á myndinni sjáiði bílinn frá í fyrra og 04. En ég var einmitt að klára að hanna framfjöðrun 08 bílsins í gær. Magnað dæmi, ætli það verði ekki að smíða sér ofur jeppa með ofur fjöðrun allt úr carbon fiber, 350kg 700hö þegar mar kemur heim eftir að hafa lært þetta.
En meira af heimsókninni góðu. Við smelltum okkur til rotterdam, kíktum þar á hafnarsafnið og röltum um bæjinn osfr, einhverstaðar á miðri leið göngum við á alveg haug af fólki sem er búið að stilla sér upp við eina götuna í borginni og það er fólk eins og augað eigir í báðar áttir. Ég hélt að drollann ætlaði að láta sjá sig og spurði konu eina þarna. Það var eitthvað barnaband á leiðinni, við létum okkur hverfa. Klst seinna var kominn tími á að halda heim á leið og við gengum að bílnum og komumst að því að við vorum lagðir á götunni sem að allir stóðu að bíða eftir þessu bandi. Svo við vorum tilneyddir til að snæða þarna þar sem gatan var lokuð þar til bandið færi framhjá. Það passaði ákkurat að þau voru farin framhjá þegar við lukum við beikonlokurnar.

Vikan í skólanum var skrautleg, það var voru kynningar fyrir nemendur næsta árs, allskonar sniðugt dót sem að nemenur eru að vinna að hérna var til sýnis t.d. Formula Student, Nuna solarchallenge, Formula zero vetnis körtur og fullt af flottum tækjum sem virka ekki frá iðnhönnuðunum. Hér koma krakkarnir í háskólann 18 ára? Hvað er eiginlega kennt heima sem þau þurfa ekki að læra hér? Allaveganna þá nutum við góðs af þessu, frí áta og ýmislegt góðgæti.


Svo voru menn að þeysast um á SEGWAY sem er alveg ótrúlegt tæki, ramagnshjól sem virkar sem reglaður öfugur pendúll og ég náði að tala eigandann að hjólunum til að leyfa mér á prófa. Þetta er alveg magna, eins og að vera á skíðum en samt ekki, mar bara hallar sér aðeins fram og þá fer þetta af stað. Verð að eignast svona, verst að ódýrasta týpan kostar littlar 300 þús hérna ég fékk að prufa offroad týpuna sem kostar um 600þús.
nótt skall á vetur í Hollandi, klukkan fór aftur um eina klst en ég gat ekki notið þess því hann Jón reif mig á fætur kl 10 í morgun að vetrartíma til að læra. Bastarðurinn! Hann var að fjárfesta í þessum svakalega tyrkjabens og tryllir nú um allt með scooter í botni og nýgelaðar strípur, persónulega held ég að hann sé að fíla þessa hollensku stemmningu.




Jæja meira var það ekki að sinni.




Ps skeggið er komið í 30mm, pælið í því! Þvílíkur vöxtur, verst hvað það krullast verður bara massífara í staðinn fyrir að sýnast lengra.

Thursday, October 18, 2007

Þristafyllt ss pylsa vafin með harðfisk og dýfð í tópasídýfu

Hljómar það ekki eitthvað oná brauð. Þetta er allaveganna hugmynd að einhverju góðu fyrir þann sem ekki hefur fengið neitt af þessum íslensku gæðum nýlega. Í gær kom gamli í heimsókn með fangið fullt af pulsum, tópas og harðfisk.
Svo það verður pulsuparty á morgun.
En þessa daganna er bara lærdómur og meiri lærdómur, erum að klára nokkur fög með prófum í næstu viku og á sama tíma er formula student að fara hratt af stað. Strákarnir í liðinu eru með háar kröfur, þetta er bara alveg full vinna næstum því, með skýrslugerðum tímaskilum og allur pakkinn. Þetta á eftir að vera mikill og góður lærdómur.

Svo var mér bent á þetta hérna mjög flott sería af strákunum að surfa heima. Ísland er paradís, mar þarf bara að vera í ullarpeysu.

En verð víst að fylgjast með í tímanum svo ég kem með uppdeit seinna.
Alltaf sama grillið í prófatörnum.

Thursday, October 11, 2007

Ekki er allt sem sýnist

Já, ég sagði eitthvað um að skólinn væri frekar rólegur áður en ég fór til danmerku. Það er breytt, nú er brjálað að gera. Verkefnaskil og svo miðannapróf. Þegar ég ákvað að fara hingað þá var það í þeirri trú að hér væri 2:3 kerfi en það er í raun 5:5 ss full prófatörn 2 svar á önn. Eðall!
Þetta fer samt allt vel eins og alltaf.
Formula student er líka komin á fullt og á ég eftir að hafa meir en nóg að gera. Þar sem ég var í danmerku þegar verkefnum var úthlutað fékk ég engu um það ráðið hvað ég fékk en fékk samt mjög öflugt verkefni sem er að hanna geómetríuna á fjöðruninni. Þeas hvernig hjólabúnaðurinn á að virka við álag.
Það var svo fyrsta keppni af nokkrum í gær til að skera úr um hverjir fá svo að keyra bílinn. Keppnin var haldin á gókartbraut hérna í Delft. Rosaleg braut á 4 hæðum? En það var bara opið á 3 hæðir þennann daginn, en það var samt rosalegt að fara svona á milli hæða. 10 bílar á brautinni í einu, 48 manns að keppa og ég lenti í 23 sæti sem er bara nokkuð gott m.v. að þarna eru margir strákar sem karta mikið. Ég hef ennþá sjéns til að komast áfram, verð bara að æfa mig aðeins. Tók myndavélina með en gleymdi batteríinu.
Svo það skemmtilegasta.
Ég og Jón vinur minn og félagi erum búnir að vera að sprikkla saman undanfarnar vikur, hann er frekar gisinn greyjið og á það til að skjóta á mig vegna þyngdar minnar. Allaveganna fórum við í fitumælingu í morgunn og vitir menn, hann Jón er feitastur allra íslendinga í okkar fagi hér í Delft honum til lítillar skemmtunar
Sorry Jón, ég veit að þú hefur tilfinningar en ég bara varð að koma þessu frá mér;-)
Og svo það versta.
Ég finn ekki Texasinn minn, ef einhver hefur eitthvað séð af honum vinsamlegast látið mig vita hið snarasta.
Texas: TI-89 scientific calculator

Sunday, October 7, 2007

Joutsen

Þá er ég kominn til Delft á ný. Ferðin til Danmerkur var snilld frá upphafi til enda. Hún byrjaði með 832km/9,5klst keyrslu þar sem ég stoppaði bara einusinni í 5 mín til að taka bensín, mig svimaði meðan ég dældi á bílinn. Svo var komið til Birkis og Evu í Odense sem var mjög næs, góður matur! Ég skoðaði skólann þeirra sem er gamall en þar er verið að smíða allskonar sniðugt af nemendum og svo bæjinn, gerðum tilraun til að hitta Kim Larsen en hann reyndist ekki vera á barnum sínum það kvöldið. Þá var farið til Sönderborg. Strákarnir úr Hr voru mættir og að sjálfsögðu komnir í danska ölið. Fyrsta kvöldið fór í að leggja línurnar með nossurunum sem voru miklir snillingar. Vikan á námskeiðinu var skemmtileg fyrirlestranrir fóru fram í glænýjum skóla þeirra en eitthvað hefur farið á mis við hönnun skólans þar sem netið var hægt, gömlu góðu krítartöflurnar og svo voru engar innstungur. Lærðum mikið af nýjum hlutum og að fá að sjá framleiðsluaðferðirnar, tæknina og það að vinna í hóp með fólki með mjög mismunandi bakgrunn var mjög skemmtilegt. Td samanstóð hópurinn minn af mótorhjólagellunni Arja frá finnlandi sem er í byggingar, metro dananum Niels í design og Pál frá noregi sem er í Véla. Við áttum að hanna stól úr áli og samstarfið var jafn fjölbreytt og þjóðernin. Námskeiðið var frá 9 til 1630 alla daganna og svo fóru kvöldin í að mingla við skandinavanna. Ég sá það að Egill á eftir að enda þarna, þar sem að það er seldur bjór í sjálfsölum og í skólamötuneytinu, hann var í himnaríki, svo var hann eitthvað að spá í að setja upp eigin síðu, String-egill.is ef þið smellið á linkinn endiði á þýsku útgáfunni. Það sem stóð uppúr var svo fimmtudagskvöldið þar sem það var slegið til veislu. Danirnir höfðu útbúið boli með stigatöflu þar sem keppendur áttu að klára ákveðin verkefni og svo var merkt á bolina jafn óðum og sá sem náði flestum stigum vann. Finnarnir fóru létt með það;-) Ég setti inn fullt af myndum af öllu saman hér. Annars fannst mér Danmörk sem slík ekki spennandi land. Svo ég fór til Þýskalands í heimsókn til Steinars á leiðinni heim, hann býr í mjög nettu þýsku þorpi fyrir utan Bremen. Gisti þar eina nótt og hélt svo heim í lærdóm. Já og Joutsen er Svanur á finnsku ;-)

Thursday, September 27, 2007

Smörgebröd, fludeskum og svampekeffe


Er dagskrá næstu viku. Þannig er mál með vexti að þar sem kúrsarnir sem ég er í þessa stundina eru frekar rólegir og að það bauðst spennandi námskeið í álfræðum við Syddansk Universitet í Sönderborg sem er viku námskeið og við erum að fara fimm saman frá Háskóla Reykjavíkur. Ég er að fara í fyrramálið og taka mér bíl á leigu og krúsa þarna uppeftir. Kemur út á sama ef ég flýg, peningalega. En ég ætla að nýta þetta að sjálfsögðu og fer beint til Birkis fjallagarps og Evu sem eru í Odense við nám. Hitti svo HR drengina á sunnudag.
Ég kem svo með ferðasögu að námskeiði loknu.

Hilsen!

Monday, September 24, 2007

Að safna skeggi á leiðinni til Danmerkur

Hið árlega skeggsöfnunarverkefni fór af stað fyrir um 3 vikum. Seinustu mælingar segja um 9mm. Þetta er að sjálfsögðu gert eins og áður í sambandi við ræktina, enn einusinni að ná af sér hamborgarasósunni. Ég og Jón Píka erum að taka gott prógramm í rækt skólans, svo er ég búinn að fjárfesta í klifurskóm sem ég ætla að nýta á boulderveggnum svo surfið og kitesurfið, þetta hlýtur að duga! En hvað verður skeggið orðið langt þegar það gerist? Svo er ég að fara í námsferð til Sönderborg í Danmerku næstu helgi og viku þar sem ég hitti nokkra gamla heimastofufélaga. En meira um það seinna.

Wednesday, September 19, 2007

URBAN MONKEYS

Er parkour krúið sem að littli, hraðstækkandi bróðir minn hann Aron Örn er í. Hann sendi mér þessa klippu sem að hann og félagi hans Eysi voru að setja saman. Mér finnst þetta bara svo ansi flott hjá þeim að ég bara varð að deila þessum með ykkur. NJÓTIÐ

Spurning um að fara að hreyfa sig ;-)

Monday, September 17, 2007

PRATAR DU SVENSKA?

Er settning helgarinnar. Ferðasaga helgarinnar byrjaði á því að ég kom við á verkstæði DUTRacing á miðvikudagskvöldinu á leiðinni heim úr skólanum. Þar voru nokkrir eldri liðsmenn að pakka í bíl. Ég forvitnaðist um hvert þeir væru að fara og áfangastaðurinn var Gautaborg í Svíþjóð þar sem þeir ætluðu að taka þátt í Baltic open kappakstrinum, ég fór svo bara heim.
Þegar ég kveikti á lappanum kom inn á msnið Viktor, gamall skólafélagi frá svíþjóð. Ég spurði hvað hann ætlaði að gera um helgina og hann var meðal annars að fara að hitta aðra gamla skólafélaga. Ég hringdi strax í DUTRacing og þeir voru með eitt aukasæti og þar með var ég farinn.


Við keyrðum til Maribo í Danmerku fyrst, gisti þar í bílnum í skítakulda, en sem betur fer fékk ég lánað flíssvefnpoka áður en við fórum. Við komum svo til Gautaborgar um 16 leitið á föstudeginum og fyrr má nú vera, ég var alveg að vera geðveikur á europopp/scootertónlistinni sem þeir spiluðu ALLA leið og sama hvað ég hækkaði í ipodnum þá náði ég ekki að einangra mig frá því, þetta var hræðilegt.

Allaveganna þá hitti Viktor mig og við smelltum okkur út á veitingarstað sem að kunningi okkar á í Gautaborg ásamt tveimur öðrum svíum, eðalstaður og eðalmatur.
Við fórum á fætur um 8 leytið á laugardeginum og brunuðum af stað í SAAB VIGGEN CABRIOLET tryllitækinu hans Viktors, eftir klst vorum við komnir á ströndina til að horfa á surfkeppni sem fór þar fram, vindurinn var svakalegur svo að við enntumst ekki lengi þar.
Stefnan var tekin á Trollhettan, þar sem saab er einmitt framleiddur. Þar var mér boðið í kvöldmat hjá foreldrum Viktors, gott og gaman, ég bjó oft hjá þeim í den.

Um kvöldið var svo stefnan tekin á innfluttningsteiti hjá Rasmus sem var besti vinur minn á malungsdögunum mínum. Hann vissi
ekki að ég væri í Svíþjóð og ég hef varla heyrt af honum í 7 ár. Viðbrögðin þegar hann oppnaði hurðina fyrir mér voru líka eftir því.
Kvöldið var snilld, skemmtilegt fólk og gott djamm;-)

Um hádegi á sunnudeginum fórum við svo í morgunmat til forleldra Rasmus og þau fengu sama sjokk og hann, ég fékk dádýrasteik mmmmmm....

Svo hringdu Hollendingarnir og sögðu að þeir færu eftir hálftíma, ég var í 100km fjarlægð, greit!
En þetta reddaðist með ofurkröftum SAAB VIGGEN og ég náði til þeirra.

Svíþjóð, Holland var tekið í einum rykk, 12 tímar af Scooter og ég var kominn heim nett ruglaður kl 4 í morgun.

Þvílik snilldarferð, þetta verður endurtekið en án Scooter næst!

Wednesday, September 12, 2007

Tækifærissinninn


Búmm! Hitti mann sem sagði mér að hann væri að fara til Svíþjóðar yfir helgina, ég spurði hann hvort það væri laust sæti, hann sagði Já! Vitir menn ég er að fara í óvænta heimsókn til gamalla skólafélaga um helgina. Þvílík snilld, þetta var bara eins sjálfsagt og að fá far á selfoss.

Allveganna þá er ég að fara í fyrramálið og kem heim á mánudaginn.


Öppdeit eftir helgi.

Monday, September 10, 2007

Núll Og Nix

Seinustu daga er mest litið búið að gerast hér, ætlaði að eyða helginni á oostvoorne autostrand í kitesurfi en allt fór fyrir ekki, þar sem ég gat ómögulega útvegað mér fari. En það var skiptinema teiti á föstudaginn, frítt á barnum allt kvöldið, held að ég hafi prufað alla gosdrykki sem að Holland býður uppá það kvöldið.
Laugardeginum var eytt í Den Hag þar sem Jón keypti sér flatskjá á skid o ingenting, sem við ferðuðumst svo með í görsamlega pökkuðu trammi.
Í dag er svo skóli, nú hljóta hlutinrnir að fara að rúlla þar sem að það eru bara sex vikur í próf, eitthvað láðist að segja mér það að þeir sem að eru í svona kerfi væru í alveg jafn mörgum fögum og við heima hmmmm.. Ég er í fimm fögum á þessum tíma, hvað er það?
Í kvöld er svo stór fundur hjá DUTRacing, grill og læti, fjör fjör fjör.

Tuesday, September 4, 2007

Ik ben Svanur en ik ben en Ijslander.

Fyrsti tími í gær á HOLLENSKU! Skildi samt mest allt sem fór þar fram og sá það að við Jón þurfum að breyta stundarskránni aðeins, þar á meðal er hinn afar hressandi hreyfiaflfræðiáfangi sem ég tók með trompi hérna í dentid og hef ekki áhuga á að storka örlögunum enn á ný.
Í dag var svo kynningardagur, það var mæting 8:30 og hófst kynningin í tjaldi á baklóð deildarinnar. Þetta var ábyggilega ein skrautlegasta powerpointsýning sem ég hef séð, þvílíkt bull, hahahaha, það byraði með lagi sem margir þekkja "ewerything is gonna be allright, ewerything is gonna be allright" hahaha þvílíkur léttir að heyra það. Svo hélt þetta svona áfram með sögum af gömlum fræðimönnum og hvernig TUDelft væri leggur þeirra og hvað við væru sérstakir, hugrakkir óhræddir, já og ekki latir fræðimenn framtíðarinnar þar sem við þorðum að taka það stóra skref að smella okkur í pyttinn hjá TUDelft, shii ég vildi að ég hefði tekið myndavélina með. Við fórum svo bara heim eftir lunch þar sem við vorum búnir að ganga frá öllum okkar málum.
Á morgun þarf aðeins að taka til í stundarskrá og mæta svo í næsta tíma.

PS: Just realised I wrote this in Icelandic, really have to make another blog for english ;-)

Sunday, September 2, 2007

The worst and the best days

Yeas, English is the language from now on, I had some complaints from nonicelandic speaking friends so from here on you will have to read it in English, if you can´t just msn me and I will translate;-)
And now for some news, I have officially started to kitesurf, took a lesson last Thursday and it went very well. So I decided to buy the gear and take another lesson on Friday but they forgot to pick me up? But I got the gear and another lesson today instead. This kitesurfing thing is a lot of fun, today I spent the day practising launches and turns. I managed to hit one guy with my kite, faceplant 10 times and drink about a liter of seawaterseaweedshake which made me make an attempt to puke quite a few times. Does it get any better? I also think I got seriously sunburned. I´ll let u know when I get a hang of this.
Yesterday I wen´t with some Icelanders to an annual concert in The Hague, some dutch bands very alike the famous Icelandic bands as Skímó and Nylon. The main act was not a dutch person, it was P!NK herself, yeah! that was great.
Tomorrow schoooooool starts, I´m kinda excited to see what it will be like to study at TUDelft.




Well, checkja later

Thursday, August 30, 2007

Kveðjustundir og kitesurf

Pjhuff, það eru erfiðir dagar þessa daganna.
Elín mín fór í gærmorgunn í 3 mánaða reisu um allann heim, þið getið tjekkað á stúlkunni minni hér http://ella-pella.blogspot.com/
Svo var nú ekki til að bæta skaðann að Lumman kláraðist í gær, næstu dagar verða teknit cold turkey, ekkert nikótínstyggjó bull, enda var ég búinn að reyna að kaupa það en það er svo gamaldags hérna að fólk bara reykir og það var ekki til nikótíntyggjó.
Í morgunn fór ég eldsnemma á fætur og smellti mér á langþráð kitesurfing námskeið. Vá!! Þetta er málið. Miklir möguleikar þarnar á ferð. Við vorum eitthvað um 30 manns á þessu námskeiði og svo var slatti af fólki þarna á eigin vegum. 3 í hóp með einn dreka, bretti og leiðbeinanda var arkað út í sjóinn og hann sýndi okkur hvernig átti að gera þetta og mér gekk alveg fáránlega vel. Náði að standa upp strax og höndlaði drekan vel í reg átt en að fara í goof átt var ekki eins auðvelt og drekinn refsar ef maður er ekki með á nótunum. Kastar mann marga marga metra og svo á andlitið í sjóinn. En ég ætla aftur á morgun, jafnvel að kaupa mér græjurnar.
Kitesurfskólinn http://kitesurfschool.nl/

Tuesday, August 28, 2007

Amsterdam Damn!

Gær var farið snemma af stað og lestin tekin til Amsterdam. Við tókum bara klassíska túrista pakkann á þetta, keyptum okkur Amsterdam guidebook og örkuðum af stað. Húsin þarna eru alveg svakaleg, sá sem finnur lóðrétta línu í húsi þarna fær eina evru frá mér. Greinilegt að hér hafa menn verið skakkir í margar aldir. Við vorum ekki mikið að fara á söfn, en smelltum okkur þó á Amsterdam sex museum, þar var margt fróðlegt og fræðandi um kynlíf í gegnum aldirnar. það vakti athygli okkar að Svanurinn var þar í aðalhlutverki, hann hefur þótt kyntákn eða tengst kynhvöt á einhvern hátt í gamla daga.











Safnið var á svo mörgum hæðum að Elín bara varð að setjast niður sér til hvíldar ;-)


Þá var farið í siglingu um síkin til að ýta undir túristapakkann. Það var helvíti fínt, steikjandi sól, engin undiralda sem er gott því ég þoli illa sjógang. Þar var okkur bent á sögufræg hús og saga Amsterdam sögð í stuttu máli. Fyndið að eftir að hafa verið að gæda sjálfur hvað maður tekur eftir uppfyllingarefni leiðsögumannsins, eins og "Hér eru fræg hús, sem heita tvíburahúsin. Hvers vegna? Því þau eru eins?" bull!

Þá var haldið í RAUÐA HVERFIÐ, Elín var eitthvað smeik við mellurnar og þorði ekki að líta til hliðar þegar við löbbuðum fram hjá rauðlýstu gluggunum. En svo var hún farinn að glápa á þær eins og einhvera flík í búð;-) Fórum líka inn á Coffee shop til að sjá stemninguna, hún var frekar þunglynd eins og við er að venjast. En Amsterdam sem slík er mjög flott og skemmtileg borg.

Sunday, August 26, 2007

Lord of the flies


Þvílik eðalhelgi, ég og ella erum búin að fara um alla Delft á longboardunum. Alveg hreinnt snilldar stígar hérna fyrir svona rennibretti;-) Ströndin á laugardeginum en ekkert surf, löbbuðum lappirnar af okkur í miðbæ Den Hag, skoðuðum í búðir, ég keypti mér prentara oflr í Media Markt sem er svaðaleg tækja búð hérna. Elín keypti sér moskítonet og DET50% moskítofráfælukremeitthvað fyrir Amason hluta ferðarinnar sem hún er að fara í á fimmtudaginn.
Moskítoflugurnar eru einmitt það sem ég á mjög bágt með að venjast. Á kvöldin verður mar nefninlega að hafa aðeins opið til að ferska loftið áður en mar háttar. Þá koma þær inn alveg í hrönnum, og það versta sem ég lendi í þegar ég er að fara að sofa er að heyra í einni fljúga yfir hausinn á mér til að tjekka hvort ég sé sofnaður. En nei, ég læt þær ekki hafa mig að fífli og ég get ekki sofnað þegar ég veit af þeim slefandi eftir íslenska blóðinu. Svefn er ekki á dagskrá fyrr en dagskrá vikunnar hefur eytt öllum blóðsugunum. Og meira af kvikyndum er að köngulær eru að verða daglegt brauð í íbúðinni hjá mér. Mamma má ekki bjóða þér í heimsókn ;-) Ég veit ekki hvaðan þær koma en ég sé þær alltaf labba í loftinu hjá mér. Og þó svo að ég eigi eina sem gæludýr heima, þá verða þessar eins og hún að halda sig í búri ella hlóta sömu örlög og moskíto frænkur þeirra.

Tuesday, August 21, 2007

Elín, formúla og Jazz


Helgin var mjög góð fyrir utan andlát Junior. Það var jazzhátið hérna í Delft, fullt af littlum sviðum út um allann bæ. Ég, Pétur, Rúna og Adrian flökkuðum á milli jazzbúlla og hlýddum a jazzara hvaðanæva úr heiminum. Ég er búinn að finna hér í bæ uppáhalds bar! Bebop heitir pleisið ótrúlega nettur jazz/blues bar, asskoti gott kók í klaka þarna;-)
Á föstudaginn fór ég og hitti á strákana í DUTRacing liði skólans. Mér var tekið með opnum örmum og fer í að hanna fjöðrunina ásamt fleirum þarna. Fyrir þá sem ekki vita hvað formula student er þá er þetta hönnunarsamkeppni verkfræðideilda háskóla. Ég held að það séu um 70 skólar sem að taka þátt í þessu. Bíll er hannaður, smíðaður og svo er keppt á formúlubrautunum. Einnig þurfa liðin að vera með alla skýrslugerð, fyrirlestra og útskýringar á hreinu. Þið getið skoðað Formula student hér.
Svo var það rallyið heima Eyjó og Dóri byrjuðu illa, stóðu sig rosalega vel á föstudeginum, klóruðu sig frá 20 sæti í fjórða sem segjir bara til um getuna hjá þeim þegar allt er í lagi. Á laugardeginum sprengdu þeir dekk, felgu og disk, náðu að laga það til að geta keyrt en það dugði ekki til. It ain´t over until it´s over það er alveg á hreinu. Hér er video frá keppninni.
Svo var Elín loksins að koma í gær, er að fara sýna henni sveitasæluna.

Sunday, August 19, 2007

R.I.P JUNIOR


í dag fékk ég þær fréttir að Junior, minn besti félagi til 7 ára hafi látist í dag. Junior var 9 ára gömul í sumar.
Junior kom í minar hendur fagurgræn og væn, hún vandist mér eins og skot. Hún var eins og kisa, vildi helst bara kúra. Hún var nú kanski ekki sú fimasta, en átti það til að ryðja frekar hlutunum frá sér frekar en að fara í kringum þá, það var þó oftar en ekki bara skemmtilegt.
Á köldum einmanna nóttum skreið hún oft undir sængina hjá mér og kúrði, eins og hún væri mennsk svo fengum við okkur banana í morgumat því það var uppáhaldið hennar.
Ég á eftir að sakna þín mjög mikið, ég veit að þú ert á góðum stað, vertu sæl vinkona :-(

Wednesday, August 15, 2007

RALLY REYKJAVÍK!


Alþjóðarallið(Rallý Reykjavík) hefst á fimmtudaginn og stendur rallið yfir í 3 daga.

Mínir menn Eyjó, Dóri, Árni, Haddi, Rúnar, Jói og Gummi eru að gera sig klára og óska ég þeim góðs gengis, vonandi sjáið ykkur fært að vinna þetta þó að ég sé ekki á staðnum til að veita hjálparhönd og andlega aðstoð.

Þeir sem áhuga hafa á að sjá þessa langbestu ökumenn landsins tæta áfram ættu að geta séð sér fært um að fara og horfa á svosem allveganna eina sérleið.

Upplýsingar er að finna á http://www.rallyreykjavik.com/

Svo datt ég inn á þetta hérna í dauða tímanum hérna;-) Þetta er svona lala miðað við missionið, vantar allt power og action í þetta. Eitt er víst að gamli Delux hefði ábyggilega endst lengur.
Hugsanlega verður upplýsingum um stöðu mála hjá liði Eyjó og Dóra dælt inn á ehrally, fylgist með!

Góða lukku

Tuesday, August 14, 2007

Getur einhver sent mér nýtt rassgat?

Þetta hljómar kanski eins og að ég hafi eitt gærkvöldinu á Blue oyster bar, það er ekki málið!

Ég tók daginn í dag snemma ;-) og ákvað að kíkja hvort það væri ekki hægt að taka námskeið í kitesurfi. Það var búið að spá léttskýjuðu sumarveðri og 25 stiga hita, það leit vel út. Fyrst að þetta átti að vera svo góður dagur tók ég bláu þrumuna og þrumaði til Den Hag. Ég held að það sé sirka svipuð vegalengd eins og að hjóla frá Hafnarfirði inn í miðbæ Reykjavíkur nema hvað að ég rata ekki, vissi bara hvaða leið tramminn(littla lestin) fer. Svo ég ellti þá teina. Leiðir okkar skildu á miðri leið þar sem ekki var hægt að hjóla meðfram þeim en ég endaði einhvernveginn inn í Den Hag. Bláa þruman er hönnuð fyrir littlar stelpur því er ég eins og rækja á því og hnakkurinn er á stærð við fingurbjörg.Mér var illt, en ég sá loksins hvernig allir hollendingar búa

Í vindmyllum! á milli skýjakljúfanna þar sem þeir vinna við að rækta túlípana og meitla út tréskó. Ég fór svo á ströndina og hitti mann sem benti mér á kitesurfskóla og fór svo í kaffi til Jóns.
Á leiðinni heim batnaði það ekki, rassinn mjög sár og virtist sem að íslenskt haustveður hafi skollið á, rigning og rok beint í andlitið.

En hafði það heim dauðþreyttur, rennandi blautur og alveg að drepast í rassgatinu, en aldrey að vita nema mar smelli sér aftur í svona ferð. En kanski ekki á morgun.

Sunday, August 12, 2007

Action helgi


Þá er afar hressandi helgi senn á enda. Það sem stóð uppúr voru kaupin á Base line mondrian MPTPU(manpoweredtransportationunit) 6 speed with dual brakes and a PTB(packagetransportationbracket). Þennann eðalfák keypti ég af henni Rúnu á heilar 20eur og svo keypti ég að sjálfsögðu lás hann kostaði 15eur. Og verð ég að segja sjaldan eða aldrey hafi ég gert svona góð kaup. Á þessu á ég svo eftir að þeysast um Holland sem aldrey fyrr ;-)

Á föstudagskvöldinu fór ÉG á djammið, já gott fólk bílívit or nott þá smellti ég mér til Den Hag með góðum hóp af fólki. Við fórum á eitthvað torg og sátum úti, sumir fengu sér bjór aðrið kók eða redbull, því næst var haldið á danshús og dansað fram eftir morgni. Þegar ég kom heim um að verða 5:30 var ekki auðvelt að sofna eftir að hafa drukkið um líter af redbull. Afar hressandi!

Á laugardeginum var farið seint af stað, ég rölti markaðinn á leiðinni á lestarstöðina. Þar var mikið af drasli til sölu. En ég gekk fram á miðaldra mótorhjólagengi á enn eldri hjólum. Flott þessi gömlu. Ég setti nokkrar myndir af þeim inn á myndasíðuna.

Svo fór ég til Den Hag því Helga átti afmæli, fékk eðal grillmat og fór svo heim í chillið.

Og fyrir Blöndalinn tók ég mynd af þessum snyrtilega Willys.

In the Ghettóóóó

Ég var vakinn af værum svefni í nótt er ég heyrði öskur. Það virtist koma af ganginum hjá mér en í kjölfarið af öskrinu kom svo að mér heyrðist hlátur, ég aðhafðist ekki frekar.
10 mín seinna heyrði ég þung hljóð er sveit lögreglumanna þrammaði um ganginn, það hafði verið framinn glæpur á ganginum hjá mér. Ég hlustaði með eyrum opnum, hvað gekk eiginlega á? Ég heyrði lögreglukonu segja "This is not allowed in our country!" og svo eitthvað "dirka dirka muhammed jihad" löggurnar voru á ganginum í svona tvo tíma en ég veit ekki meir. Það leggst að mér sá grunur að einhver arabinn hérna hafi látið það fara eitthvað í taugarnar á sér að konan hans hafi farið á djammið og danglað aðeins í hana vegna þessa.

Just another day in the ghettóóóó

Friday, August 10, 2007

Puhhhjii

Jón og Jóhanna buðu mér í mat í gær og fengum við dýryndismáltíð takk fyrir. Svoldið gott að fá alvöru mat, ég get ekki sagt að ég hafi verið duglegur að elda eitthvað gourme kanski meira svona goreforme síðan ég kom hingað. Ég fór svo beint til Rúnu og Adrian í pókerkvöld ásamt Pétri og Árna ofl en þau þrjú eru að klára masterinn sinn hérna. Pókerinn er snilld og gekk mér vel í gær þangað til að við vorum bara tveir eftir. Það er spilaður póker hérna vikulega svo að ég ætti að vera orðinn slarkfær einhverntíman í haust. En mission dagsins í dag er að taka smá hollenskunám þar sem ég var vakinn í morgun af TNT sem kom með hollenskunámskeiðið sem ég er búinn að vera að bíða eftir í laaaangann tíma. Og svo að reyna að sannfæra Rúnu um að selja mér reiðhjólið sitt.
Og ég setti inn myndir af húsnæðinu mínu sem er einnkar skemmtilegt myndefni.

Thursday, August 9, 2007

Myndir Myndir Myndir

Þá eru komin myndasíða, setti inn nokkrar myndir frá fyrstu dögum mínum hér, endilega tjekkið á því. Hér til hægri

Tuesday, August 7, 2007

Þá er maður hér bara hmm..

Það er víst venjan koma sér upp svona upplýsingarsíðu þegar maður er staddur fjarri vinum og vandamönnum og hér er hún komin.

Ég mætti hérna á mánudeginum 30 júli, Jón Ágúst sem mun einnig nema við http://www.tudelft.nl/ sótti mig á flugvöllinn í Eindhoven sem er minni en Reyjavíkurvöllur? Ég gisti með honum hjá systir hans, Helgu, fyrstu tvær næturnar og fékk svo íbúðina á miðvikudeginum, mér til mikillar gleði var hún bara mun betri en ég bjóst við. Hún var sögð 16fm en eftir mjög nákvæmar skrefmælingar mínar er hún vel yfir 21fm;-) EN ég bý samt í hjarta gettósins í Delft, nágrannar mínir fyrir utan aðra nemdendur eru að mestu þeldökkir múslimar sem gefa frá sér mjög einkennilega lykt sem að umlykur bygginguna. Svo er ég að jafna mig á einkar svaðalegum sólbruna sem ég náði í um helgina þar sem ég var staddur á Scheveningen beach. Ég fór líka í skoðunarferð um skólann og hann er vægast sagt rosalegur, ótrúlega vel græjaður og nemendur að gera allskonar sniðug verkefni.
Annars er ég að reyna að koma mér áfram í hollenskunni og það gengur svona lala.
Á morgun er planað að athuga með námskeið í kitesurfi.

Keðja Svanur