Þetta bloggdæmi hérna er ágætt svona vikulega, það er ekki eins og að það sé alltaf eitthvað áhugavert að gerast. En þessi vika var ansi hressandi.
Það er búið að vera skítaveður hérna, suð suð vestan suddi, súld og haglél inn á milli. Flóðbylgja sem átti að koma hingað var nú ekkert að hræða hollendinginn þar sem varnargarðar þeirra eru byggðir með 10.000ára endingu og ég er ekkert að grínast með það. Þeir gerðu alveg ráð fyrir einhverjum svona smá skvettum á þeim tíma.
Á leiðinni heim úr búðinn á miðvikudaginn að ég held brunaði framhjá mér einn tramminn(stuttinnanbæjarlest) hann fer þarna framhjá á 15mín fresti nema hvað að úr þessu var neistaflóðið þvílíkt, eins og rakettur væru á hverju hjóli. Þessir trammar bremsa beint oná teinana svo að eina leiðin til að þetta geti gerst er að rafmagnið sem þeir taka inn um grindur á toppnum nái að leiðast niður í jörð og tramminn ss bara að sjóða sjálfann sig við teinana. Þetta var mjög flott sjón, svo fór ég bara heima að elda. Kveikti á hollenskum fréttatíma og vitir menn þar var tramminn sem ég sá rétt í þessu búinn að keyra inn í annann tramm. MAGNAÐ
Þetta sama kvöld var svo önnur umferð í ökumannavali DUTRacing og fórum við nú á stærri gokartbraut einhverstaðar við den Hag. Það gekk alveg þokkalega í þetta skipti náði 15 sæti, fór tvisvar og náði að bæta mig um sekúndu á hring. Myndir setti ég inn á myndasíðuna. Ég veit ekki enn hvort að 15 sé nóg til að fá að keppa en það er ekki svo mikilvægt fyrir mér þar sem ég fæ að keyra eitthvað og ég veit ekki hvort að ég fari með á allar keppnir næsta sumar.
Talandi um keppnir þá er hér næstu helgi svakaleg motocross keppni REDBULLKNOCKOUT, á ströndinni í scheveningen. Ég og Jón ætlum að sjálfsögðu að eyða þar deginum í góðu yfirlæti og tvígengisilm. Það lítur út fyrir að Eyjó rallari og Hanna Steinunn dansari ætli að kíkja í kaffi næstu helgi, vonandi næ ég að hitta á þau, sýna þeim pleisið.
Og meira 8 des er svo æfingarkeppni þáttakendi í 2008 dakar, það er eitthvað sem ég bara verð að sjá. Það er keyrt í braut bíla, hjól og trukkar, veit ekki hvort að þetta sé upp á alvöru eða bara verið að testa græjurnar en allavegann er það vel þess virði að skoða þessi tæki. Jeppaveikin hjá mér er að versna hérna þar sem ég er að gleyma hvernig það er að liggja í olíupollinum öll kvöld;-)
1 comment:
Usss thetta er rosalegt madur! Ef eg hefdi vitad af thessu fyrr tha hefdi eg kannski skellt mer i heimsokn bara ad horfa a!
Post a Comment