Monday, September 10, 2007

Núll Og Nix

Seinustu daga er mest litið búið að gerast hér, ætlaði að eyða helginni á oostvoorne autostrand í kitesurfi en allt fór fyrir ekki, þar sem ég gat ómögulega útvegað mér fari. En það var skiptinema teiti á föstudaginn, frítt á barnum allt kvöldið, held að ég hafi prufað alla gosdrykki sem að Holland býður uppá það kvöldið.
Laugardeginum var eytt í Den Hag þar sem Jón keypti sér flatskjá á skid o ingenting, sem við ferðuðumst svo með í görsamlega pökkuðu trammi.
Í dag er svo skóli, nú hljóta hlutinrnir að fara að rúlla þar sem að það eru bara sex vikur í próf, eitthvað láðist að segja mér það að þeir sem að eru í svona kerfi væru í alveg jafn mörgum fögum og við heima hmmmm.. Ég er í fimm fögum á þessum tíma, hvað er það?
Í kvöld er svo stór fundur hjá DUTRacing, grill og læti, fjör fjör fjör.

No comments: