Thursday, October 11, 2007

Ekki er allt sem sýnist

Já, ég sagði eitthvað um að skólinn væri frekar rólegur áður en ég fór til danmerku. Það er breytt, nú er brjálað að gera. Verkefnaskil og svo miðannapróf. Þegar ég ákvað að fara hingað þá var það í þeirri trú að hér væri 2:3 kerfi en það er í raun 5:5 ss full prófatörn 2 svar á önn. Eðall!
Þetta fer samt allt vel eins og alltaf.
Formula student er líka komin á fullt og á ég eftir að hafa meir en nóg að gera. Þar sem ég var í danmerku þegar verkefnum var úthlutað fékk ég engu um það ráðið hvað ég fékk en fékk samt mjög öflugt verkefni sem er að hanna geómetríuna á fjöðruninni. Þeas hvernig hjólabúnaðurinn á að virka við álag.
Það var svo fyrsta keppni af nokkrum í gær til að skera úr um hverjir fá svo að keyra bílinn. Keppnin var haldin á gókartbraut hérna í Delft. Rosaleg braut á 4 hæðum? En það var bara opið á 3 hæðir þennann daginn, en það var samt rosalegt að fara svona á milli hæða. 10 bílar á brautinni í einu, 48 manns að keppa og ég lenti í 23 sæti sem er bara nokkuð gott m.v. að þarna eru margir strákar sem karta mikið. Ég hef ennþá sjéns til að komast áfram, verð bara að æfa mig aðeins. Tók myndavélina með en gleymdi batteríinu.
Svo það skemmtilegasta.
Ég og Jón vinur minn og félagi erum búnir að vera að sprikkla saman undanfarnar vikur, hann er frekar gisinn greyjið og á það til að skjóta á mig vegna þyngdar minnar. Allaveganna fórum við í fitumælingu í morgunn og vitir menn, hann Jón er feitastur allra íslendinga í okkar fagi hér í Delft honum til lítillar skemmtunar
Sorry Jón, ég veit að þú hefur tilfinningar en ég bara varð að koma þessu frá mér;-)
Og svo það versta.
Ég finn ekki Texasinn minn, ef einhver hefur eitthvað séð af honum vinsamlegast látið mig vita hið snarasta.
Texas: TI-89 scientific calculator

1 comment:

Anonymous said...

Heyr Heyr,
Ég held að það séu brögð í tafli, þar sem Svanur og fitumælinga karlinn eru vinir.
Í staðinn fyrir að mæla Svan þá strauk hann honum og sagði svo að hann væri jafn mjór og Sid veder.
Aftur ámóti með mig þá náði hann að mæla mig þannig að ég og Gaui litli erum í sama flokk.
kv Jon Agust