Wednesday, January 16, 2008

Prófatímar

Já, það er búið að vera ansi sveitt hérna síðan ég kom út. Ég er á leiðinni í 4 próf á 6 dögum og það bara má ekki klikka! Eins og alltaf dettur maður í lærdómsgírinn með mismunandi góðum árangri en sem betur fer er ég búinn að vera iðinn. Stundum koma tímar þar sem enginn skilningur setur hnút í maga en oftar en ekki gengur það yfir þegar skilningur kemur á aftur. En tíminn fram að prófum er takmarkaður og því mun ég eigi láta vita af mér hér fyrr en eftir 31 jan.

Þangað til

Við lestur
Svanur Dan

Thursday, January 3, 2008

Astratertugubb

Gleðilegt nýtt ár tók á móti mér með gubbupest, GUBB, fyndið orð og andskoti langt síðan ég hef fengið gubbupest og hvað þá bara gubbað yfir höfuð. Að geta varla hreyft sig fyrir beinverkjum og höfuðverk sem að virðist vera að éta á manni heilann, vera svangur en samt óglatt og geta ekki borðað, að þurfa að pissa en klósettið er á næstu hæð og þú getur hvort eð er ekkert labbað vegnað þess að þú er að drepast af þessu öllusaman, löðrandi í köldum svita og mannslykt þá kemur að því að þú þarft að gubba ofaní þetta allt. HAHAHA maður rétt nær að strögglast að fötunni svo herpist maður allur saman, missir andann, tárast og bjöööggghhss gubbast útúr manni og í gegnum nefið að sjálfsögðu eitthvað sullumbull. Þetta endurtekur sig svo æ ofaní æ þar til að líkaminn hefur fullvissað sig um að þú sért nú örugglega búinn að losa þig við allt þetta sullumbull, andvana og grenjandi skríður maður svo aftur undir sæng með hausinn að springa úr höfðuverk svo að manni langar að binda endir á líf sitt, svengdin eftir að hafa tæmt magan af engu er ólýsanleg ég þarf ennþá að pissa og átökin voru þvílík í þessu að það er engu líkara að ég hafi hlaupið maraþon, lyktin í herberginu hugsa ég að sé eins og ég hef alltaf ýmindað mér að hún væri í bíómyndinni seven þegar þeir finna feita kallinn dauðann í eigin ælu eftir að hafa étið yfir sig.

Fall er fararheill

Kveðja
Svanur