Það er víst venjan koma sér upp svona upplýsingarsíðu þegar maður er staddur fjarri vinum og vandamönnum og hér er hún komin.
Ég mætti hérna á mánudeginum 30 júli, Jón Ágúst sem mun einnig nema við http://www.tudelft.nl/ sótti mig á flugvöllinn í Eindhoven sem er minni en Reyjavíkurvöllur? Ég gisti með honum hjá systir hans, Helgu, fyrstu tvær næturnar og fékk svo íbúðina á miðvikudeginum, mér til mikillar gleði var hún bara mun betri en ég bjóst við. Hún var sögð 16fm en eftir mjög nákvæmar skrefmælingar mínar er hún vel yfir 21fm;-) EN ég bý samt í hjarta gettósins í Delft, nágrannar mínir fyrir utan aðra nemdendur eru að mestu þeldökkir múslimar sem gefa frá sér mjög einkennilega lykt sem að umlykur bygginguna. Svo er ég að jafna mig á einkar svaðalegum sólbruna sem ég náði í um helgina þar sem ég var staddur á Scheveningen beach. Ég fór líka í skoðunarferð um skólann og hann er vægast sagt rosalegur, ótrúlega vel græjaður og nemendur að gera allskonar sniðug verkefni.
Annars er ég að reyna að koma mér áfram í hollenskunni og það gengur svona lala.
Á morgun er planað að athuga með námskeið í kitesurfi.
Keðja Svanur
Tuesday, August 7, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment