Jón og Jóhanna buðu mér í mat í gær og fengum við dýryndismáltíð takk fyrir. Svoldið gott að fá alvöru mat, ég get ekki sagt að ég hafi verið duglegur að elda eitthvað gourme kanski meira svona goreforme síðan ég kom hingað. Ég fór svo beint til Rúnu og Adrian í pókerkvöld ásamt Pétri og Árna ofl en þau þrjú eru að klára masterinn sinn hérna. Pókerinn er snilld og gekk mér vel í gær þangað til að við vorum bara tveir eftir. Það er spilaður póker hérna vikulega svo að ég ætti að vera orðinn slarkfær einhverntíman í haust. En mission dagsins í dag er að taka smá hollenskunám þar sem ég var vakinn í morgun af TNT sem kom með hollenskunámskeiðið sem ég er búinn að vera að bíða eftir í laaaangann tíma. Og svo að reyna að sannfæra Rúnu um að selja mér reiðhjólið sitt.
Og ég setti inn myndir af húsnæðinu mínu sem er einnkar skemmtilegt myndefni.
Friday, August 10, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Gaman að fylgjast með þér kall.
kveðja
Gunni
Gaman gaman;-)
Post a Comment