Sunday, October 7, 2007

Joutsen

Þá er ég kominn til Delft á ný. Ferðin til Danmerkur var snilld frá upphafi til enda. Hún byrjaði með 832km/9,5klst keyrslu þar sem ég stoppaði bara einusinni í 5 mín til að taka bensín, mig svimaði meðan ég dældi á bílinn. Svo var komið til Birkis og Evu í Odense sem var mjög næs, góður matur! Ég skoðaði skólann þeirra sem er gamall en þar er verið að smíða allskonar sniðugt af nemendum og svo bæjinn, gerðum tilraun til að hitta Kim Larsen en hann reyndist ekki vera á barnum sínum það kvöldið. Þá var farið til Sönderborg. Strákarnir úr Hr voru mættir og að sjálfsögðu komnir í danska ölið. Fyrsta kvöldið fór í að leggja línurnar með nossurunum sem voru miklir snillingar. Vikan á námskeiðinu var skemmtileg fyrirlestranrir fóru fram í glænýjum skóla þeirra en eitthvað hefur farið á mis við hönnun skólans þar sem netið var hægt, gömlu góðu krítartöflurnar og svo voru engar innstungur. Lærðum mikið af nýjum hlutum og að fá að sjá framleiðsluaðferðirnar, tæknina og það að vinna í hóp með fólki með mjög mismunandi bakgrunn var mjög skemmtilegt. Td samanstóð hópurinn minn af mótorhjólagellunni Arja frá finnlandi sem er í byggingar, metro dananum Niels í design og Pál frá noregi sem er í Véla. Við áttum að hanna stól úr áli og samstarfið var jafn fjölbreytt og þjóðernin. Námskeiðið var frá 9 til 1630 alla daganna og svo fóru kvöldin í að mingla við skandinavanna. Ég sá það að Egill á eftir að enda þarna, þar sem að það er seldur bjór í sjálfsölum og í skólamötuneytinu, hann var í himnaríki, svo var hann eitthvað að spá í að setja upp eigin síðu, String-egill.is ef þið smellið á linkinn endiði á þýsku útgáfunni. Það sem stóð uppúr var svo fimmtudagskvöldið þar sem það var slegið til veislu. Danirnir höfðu útbúið boli með stigatöflu þar sem keppendur áttu að klára ákveðin verkefni og svo var merkt á bolina jafn óðum og sá sem náði flestum stigum vann. Finnarnir fóru létt með það;-) Ég setti inn fullt af myndum af öllu saman hér. Annars fannst mér Danmörk sem slík ekki spennandi land. Svo ég fór til Þýskalands í heimsókn til Steinars á leiðinni heim, hann býr í mjög nettu þýsku þorpi fyrir utan Bremen. Gisti þar eina nótt og hélt svo heim í lærdóm. Já og Joutsen er Svanur á finnsku ;-)

1 comment:

The Urban Monkeys said...

Joutsen hehehehe Joutsen hehe

ef þér svimaði meðan þú varst að dæla á bílin hvernig varstu þá á leiðini ... klestiru á ;D haha nei seigji svona ....



hvað er svona sirka langt i þig ... ekki koma með 100000 metrar brandaran-.- o.0 :D
K.v Aron