Fyrsti tími í gær á HOLLENSKU! Skildi samt mest allt sem fór þar fram og sá það að við Jón þurfum að breyta stundarskránni aðeins, þar á meðal er hinn afar hressandi hreyfiaflfræðiáfangi sem ég tók með trompi hérna í dentid og hef ekki áhuga á að storka örlögunum enn á ný.
Í dag var svo kynningardagur, það var mæting 8:30 og hófst kynningin í tjaldi á baklóð deildarinnar. Þetta var ábyggilega ein skrautlegasta powerpointsýning sem ég hef séð, þvílíkt bull, hahahaha, það byraði með lagi sem margir þekkja "ewerything is gonna be allright, ewerything is gonna be allright" hahaha þvílíkur léttir að heyra það. Svo hélt þetta svona áfram með sögum af gömlum fræðimönnum og hvernig TUDelft væri leggur þeirra og hvað við væru sérstakir, hugrakkir óhræddir, já og ekki latir fræðimenn framtíðarinnar þar sem við þorðum að taka það stóra skref að smella okkur í pyttinn hjá TUDelft, shii ég vildi að ég hefði tekið myndavélina með. Við fórum svo bara heim eftir lunch þar sem við vorum búnir að ganga frá öllum okkar málum.
Á morgun þarf aðeins að taka til í stundarskrá og mæta svo í næsta tíma.
PS: Just realised I wrote this in Icelandic, really have to make another blog for english ;-)
Tuesday, September 4, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment