Tuesday, August 28, 2007

Amsterdam Damn!

Gær var farið snemma af stað og lestin tekin til Amsterdam. Við tókum bara klassíska túrista pakkann á þetta, keyptum okkur Amsterdam guidebook og örkuðum af stað. Húsin þarna eru alveg svakaleg, sá sem finnur lóðrétta línu í húsi þarna fær eina evru frá mér. Greinilegt að hér hafa menn verið skakkir í margar aldir. Við vorum ekki mikið að fara á söfn, en smelltum okkur þó á Amsterdam sex museum, þar var margt fróðlegt og fræðandi um kynlíf í gegnum aldirnar. það vakti athygli okkar að Svanurinn var þar í aðalhlutverki, hann hefur þótt kyntákn eða tengst kynhvöt á einhvern hátt í gamla daga.











Safnið var á svo mörgum hæðum að Elín bara varð að setjast niður sér til hvíldar ;-)


Þá var farið í siglingu um síkin til að ýta undir túristapakkann. Það var helvíti fínt, steikjandi sól, engin undiralda sem er gott því ég þoli illa sjógang. Þar var okkur bent á sögufræg hús og saga Amsterdam sögð í stuttu máli. Fyndið að eftir að hafa verið að gæda sjálfur hvað maður tekur eftir uppfyllingarefni leiðsögumannsins, eins og "Hér eru fræg hús, sem heita tvíburahúsin. Hvers vegna? Því þau eru eins?" bull!

Þá var haldið í RAUÐA HVERFIÐ, Elín var eitthvað smeik við mellurnar og þorði ekki að líta til hliðar þegar við löbbuðum fram hjá rauðlýstu gluggunum. En svo var hún farinn að glápa á þær eins og einhvera flík í búð;-) Fórum líka inn á Coffee shop til að sjá stemninguna, hún var frekar þunglynd eins og við er að venjast. En Amsterdam sem slík er mjög flott og skemmtileg borg.

2 comments:

Anonymous said...

Skemmtilegt að heyra þetta með svaninn, var búinn að heyra eitthvað svipað með birkitréið....

Anonymous said...

Já gott ef ekki ;-) hahahaha