Thursday, October 18, 2007

Þristafyllt ss pylsa vafin með harðfisk og dýfð í tópasídýfu

Hljómar það ekki eitthvað oná brauð. Þetta er allaveganna hugmynd að einhverju góðu fyrir þann sem ekki hefur fengið neitt af þessum íslensku gæðum nýlega. Í gær kom gamli í heimsókn með fangið fullt af pulsum, tópas og harðfisk.
Svo það verður pulsuparty á morgun.
En þessa daganna er bara lærdómur og meiri lærdómur, erum að klára nokkur fög með prófum í næstu viku og á sama tíma er formula student að fara hratt af stað. Strákarnir í liðinu eru með háar kröfur, þetta er bara alveg full vinna næstum því, með skýrslugerðum tímaskilum og allur pakkinn. Þetta á eftir að vera mikill og góður lærdómur.

Svo var mér bent á þetta hérna mjög flott sería af strákunum að surfa heima. Ísland er paradís, mar þarf bara að vera í ullarpeysu.

En verð víst að fylgjast með í tímanum svo ég kem með uppdeit seinna.
Alltaf sama grillið í prófatörnum.

3 comments:

Daniel F. said...

Heyrdu melur, takk fyrir ad muna eftir mer!

Ja thetta er rosalegt, vid erum ad verda tussugamlir og vid erum enntha i skola. sjaese!

Anonymous said...

HÆ :)
gangi þér vel í prófunum.. ég mana þig í að skella í þig pylsujúnitinu sem þú sullaðir saman í titlinum hehe:D
Kv. Hanna Steinunn

Anonymous said...

verði þér að góðu:)
knús,
Anna systir og Ethel litla