Wednesday, December 19, 2007
Julepaus
Þangað til,
Gleðileg jól og gott næsta nýja ár
Tuesday, December 11, 2007
Bráðum kemur blessað jólafríið
Skólinn er búinn að vera rólegur seinustu daga, engin verkefni bara lestur og tímar en svo eru prófin í janúar, svo að jólafríið ef frí má kalla fer eitthvað að hluta til til prófalesturs.
Hönnun bílsins í formúluliðinu er að komast á lokastig. Allir að hamast við að klára sína hluti þar fyrir hönnunarsýninguna sem er 22 des. Þar sem ég er að hanna virkni fjöðrunarinnar er ég mikið að lenda uppá kant við aðra vegna þess að það þarf að hafa ýmislegt í huga við framleiðsuaðferðir, peninga osf. Ætla bara að reyna að sjá til þess að þetta verður klárt áður en ég fer á klakann. En ég er þessa stundina öll kvöld að vinna í þessu ásamt 40manns.
Seinasta laugardag fóru ég og Elín að horfa á nokkurskonar forsmekk af Dakar rallinu. Við fengum lánað mótorhjól hjá þýskum félaga mínum hérna, misgóða galla og hjálma. Fórum á fætur um 7 á laugardagsmorgun og hjóluðum um 150km í morgunblíðu og sól. Það var ótrúlega gaman. Þegar við fórum að nálgast bæjinn sem að brautin var í fór að bætast í hjólahópinn. Brunuðu frammúr okkur hollendingar á endurohjólum alveg í röðum, allir á leiðina á keppnina. Hér er það sjálfsagt að hjólafólk smeygji sér á milli bíla þegar umferð er mikil og við að sjálfsögðu fylgdum bara hópnum. Þegar á brautina var svo komið var það pakkað af
olíumaurum víða að frá Hollandi. Hollenskir keppendur og styrktaraðilar þeirra voru að sýna tækin og búnaðinn sem þeim fylgdi. Þvílíkar græjur, 1000hestafla vörubílar gerðir til að stökkva, flottir landroverar? böggybílar og mótorhjól. Og að sjá þessa kalla það var eitthvað augnarráð hjá þeim öllum. Einhver laus skrúfa. Þeir fara í þessa keppni vitandi að það er mögueiki á að þeir komi ekki aftur. Allann daginn skiptust þeir á að tæta í brautinni og þess á milli voru supermoto hjól og hollenski meistarinn í ralli að taka hringi á malbikshlutanum.
Myndir af þessu öllu saman er að finna hér
Svo er bara farinn að koma tími á að fara heim á klakann í steik, grænar baunir, brúnaðar kartöflur og sósu, mikið af sósu. Ég kanski smelli inn einni færslu áður en þangað er haldið.
Saturday, December 1, 2007
Monday, November 26, 2007
Batavia
Ef einhver getur sagt mér á hverju hann Jean Ridder heldur á, á sá hinn sami von á glaðning.
Sunday, November 18, 2007
Boba!
En þetta var snilldar dagur í alla staði. !!!Myndir hér!!!
Friday, November 16, 2007
Super sunday!
Langaði bara að sýna ykkur smá, á hvað ég er að fara að horfa, sunnudaginn á.
Góða helgi ;-)
Sunday, November 11, 2007
Hasar basar
Sunday, November 4, 2007
Haustið komið
Prófin kláruðust á föstudaginn, mér og Jóni til mikillar ánægju, næstu próf ekki fyrr en í janúar.
Helgin fór í það að bara ekki vera að læra, kíkti til hag sem svo oft áður, á laugardagskvöldinu var búið að boða til mikillar veislu í kommúnunni Bagijnhof, en þar búa 40 manns í oppnu fjölbýlishúsi, þetta fyrirkomulag er ekki óalgengt hér í hollandi og er að mínu mati svoldið töff.
Húsið er á að ég held 5 hæðum herbergi að mismunandi stærð við útveggi, húsið er svoldið holt að innan, opin rými, 5 eldhús sem allir deila, sjónvarpsherbergi og afþreyjingarrtými hingað og þangað. Rúna og Una búa einmitt þarna. Íbúarnir gera þetta einusinni á ári, þemað var Bagijna
gamalt oskráð samfélag og ætlast var til að fólk mætti uppáklætt í hverskonar múnderingu, hver íbúi mátti bjóða 15 manns og það gerir þá boðslista uppá 600 manns, mætingin var eitthvað mjög nálægt því, það var pakkað þarna. 3 hljómsveitir á mismunandi stöðum í húsinu héldu uppi stemmningu. Íbúarnir voru búnir að oppna 2 bari og einn veitingarstað handa æstum múgnum. Þetta var herber snilld og alveg ótrúlega gaman. Myndir hér! Sunnudagurinn var líka góður þar sem ég svaf vel út, og fór svo í afmæli til bestu vinkonu minnar hérna. Hún Aníta, dóttir hans Jóns hélt uppá 3 ára afmæli sitt með pompi og prakt. Kökur, kók, nammi, pakkar og leikir, gerist ekki betra;-)
Þá heldur skólinn bara áfram á morgun, við þurfum að finna okkur 1-2 kúrsa til að taka þetta tímabil, ég þarf að vinna vel í FS og ENG svo það er meir ein meir en nóg að gera.
Sunday, October 28, 2007
Belangrjik?
Vikan í skólanum var skrautleg, það var voru kynningar fyrir nemendur næsta árs, allskonar sniðugt dót sem að nemenur eru að vinna að hérna var til sýnis t.d. Formula Student, Nuna solarchallenge, Formula zero vetnis körtur og fullt af flottum tækjum sem virka ekki frá iðnhönnuðunum. Hér koma krakkarnir í háskólann 18 ára? Hvað er eiginlega kennt heima sem þau þurfa ekki að læra hér? Allaveganna þá nutum við góðs af þessu, frí áta og ýmislegt góðgæti.
Thursday, October 18, 2007
Þristafyllt ss pylsa vafin með harðfisk og dýfð í tópasídýfu
Svo það verður pulsuparty á morgun.
En þessa daganna er bara lærdómur og meiri lærdómur, erum að klára nokkur fög með prófum í næstu viku og á sama tíma er formula student að fara hratt af stað. Strákarnir í liðinu eru með háar kröfur, þetta er bara alveg full vinna næstum því, með skýrslugerðum tímaskilum og allur pakkinn. Þetta á eftir að vera mikill og góður lærdómur.
Svo var mér bent á þetta hérna mjög flott sería af strákunum að surfa heima. Ísland er paradís, mar þarf bara að vera í ullarpeysu.
En verð víst að fylgjast með í tímanum svo ég kem með uppdeit seinna.
Alltaf sama grillið í prófatörnum.
Thursday, October 11, 2007
Ekki er allt sem sýnist
Þetta fer samt allt vel eins og alltaf.
Formula student er líka komin á fullt og á ég eftir að hafa meir en nóg að gera. Þar sem ég var í danmerku þegar verkefnum var úthlutað fékk ég engu um það ráðið hvað ég fékk en fékk samt mjög öflugt verkefni sem er að hanna geómetríuna á fjöðruninni. Þeas hvernig hjólabúnaðurinn á að virka við álag.
Það var svo fyrsta keppni af nokkrum í gær til að skera úr um hverjir fá svo að keyra bílinn. Keppnin var haldin á gókartbraut hérna í Delft. Rosaleg braut á 4 hæðum? En það var bara opið á 3 hæðir þennann daginn, en það var samt rosalegt að fara svona á milli hæða. 10 bílar á brautinni í einu, 48 manns að keppa og ég lenti í 23 sæti sem er bara nokkuð gott m.v. að þarna eru margir strákar sem karta mikið. Ég hef ennþá sjéns til að komast áfram, verð bara að æfa mig aðeins. Tók myndavélina með en gleymdi batteríinu.
Svo það skemmtilegasta.
Ég og Jón vinur minn og félagi erum búnir að vera að sprikkla saman undanfarnar vikur, hann er frekar gisinn greyjið og á það til að skjóta á mig vegna þyngdar minnar. Allaveganna fórum við í fitumælingu í morgunn og vitir menn, hann Jón er feitastur allra íslendinga í okkar fagi hér í Delft honum til lítillar skemmtunar
Sorry Jón, ég veit að þú hefur tilfinningar en ég bara varð að koma þessu frá mér;-)
Og svo það versta.
Ég finn ekki Texasinn minn, ef einhver hefur eitthvað séð af honum vinsamlegast látið mig vita hið snarasta.
Texas: TI-89 scientific calculator
Sunday, October 7, 2007
Joutsen
Thursday, September 27, 2007
Smörgebröd, fludeskum og svampekeffe
Ég kem svo með ferðasögu að námskeiði loknu.
Hilsen!
Monday, September 24, 2007
Að safna skeggi á leiðinni til Danmerkur
Wednesday, September 19, 2007
URBAN MONKEYS
Er parkour krúið sem að littli, hraðstækkandi bróðir minn hann Aron Örn er í. Hann sendi mér þessa klippu sem að hann og félagi hans Eysi voru að setja saman. Mér finnst þetta bara svo ansi flott hjá þeim að ég bara varð að deila þessum með ykkur. NJÓTIÐ
Spurning um að fara að hreyfa sig ;-)
Monday, September 17, 2007
PRATAR DU SVENSKA?
Um kvöldið var svo stefnan tekin á innfluttningsteiti hjá Rasmus sem var besti vinur minn á malungsdögunum mínum. Hann vissi ekki að ég væri í Svíþjóð og ég hef varla heyrt af honum í 7 ár. Viðbrögðin þegar hann oppnaði hurðina fyrir mér voru líka eftir því. Kvöldið var snilld, skemmtilegt fólk og gott djamm;-)
Wednesday, September 12, 2007
Tækifærissinninn
Monday, September 10, 2007
Núll Og Nix
Laugardeginum var eytt í Den Hag þar sem Jón keypti sér flatskjá á skid o ingenting, sem við ferðuðumst svo með í görsamlega pökkuðu trammi.
Í dag er svo skóli, nú hljóta hlutinrnir að fara að rúlla þar sem að það eru bara sex vikur í próf, eitthvað láðist að segja mér það að þeir sem að eru í svona kerfi væru í alveg jafn mörgum fögum og við heima hmmmm.. Ég er í fimm fögum á þessum tíma, hvað er það?
Í kvöld er svo stór fundur hjá DUTRacing, grill og læti, fjör fjör fjör.
Tuesday, September 4, 2007
Ik ben Svanur en ik ben en Ijslander.
Í dag var svo kynningardagur, það var mæting 8:30 og hófst kynningin í tjaldi á baklóð deildarinnar. Þetta var ábyggilega ein skrautlegasta powerpointsýning sem ég hef séð, þvílíkt bull, hahahaha, það byraði með lagi sem margir þekkja "ewerything is gonna be allright, ewerything is gonna be allright" hahaha þvílíkur léttir að heyra það. Svo hélt þetta svona áfram með sögum af gömlum fræðimönnum og hvernig TUDelft væri leggur þeirra og hvað við væru sérstakir, hugrakkir óhræddir, já og ekki latir fræðimenn framtíðarinnar þar sem við þorðum að taka það stóra skref að smella okkur í pyttinn hjá TUDelft, shii ég vildi að ég hefði tekið myndavélina með. Við fórum svo bara heim eftir lunch þar sem við vorum búnir að ganga frá öllum okkar málum.
Á morgun þarf aðeins að taka til í stundarskrá og mæta svo í næsta tíma.
PS: Just realised I wrote this in Icelandic, really have to make another blog for english ;-)
Sunday, September 2, 2007
The worst and the best days
And now for some news, I have officially started to kitesurf, took a lesson last Thursday and it went very well. So I decided to buy the gear and take another lesson on Friday but they forgot to pick me up? But I got the gear and another lesson today instead. This kitesurfing thing is a lot of fun, today I spent the day practising launches and turns. I managed to hit one guy with my kite, faceplant 10 times and drink about a liter of seawaterseaweedshake which made me make an attempt to puke quite a few times. Does it get any better? I also think I got seriously sunburned. I´ll let u know when I get a hang of this.
Yesterday I wen´t with some Icelanders to an annual concert in The Hague, some dutch bands very alike the famous Icelandic bands as Skímó and Nylon. The main act was not a dutch person, it was P!NK herself, yeah! that was great.
Tomorrow schoooooool starts, I´m kinda excited to see what it will be like to study at TUDelft.
Well, checkja later
Thursday, August 30, 2007
Kveðjustundir og kitesurf
Elín mín fór í gærmorgunn í 3 mánaða reisu um allann heim, þið getið tjekkað á stúlkunni minni hér http://ella-pella.blogspot.com/
Svo var nú ekki til að bæta skaðann að Lumman kláraðist í gær, næstu dagar verða teknit cold turkey, ekkert nikótínstyggjó bull, enda var ég búinn að reyna að kaupa það en það er svo gamaldags hérna að fólk bara reykir og það var ekki til nikótíntyggjó.
Í morgunn fór ég eldsnemma á fætur og smellti mér á langþráð kitesurfing námskeið. Vá!! Þetta er málið. Miklir möguleikar þarnar á ferð. Við vorum eitthvað um 30 manns á þessu námskeiði og svo var slatti af fólki þarna á eigin vegum. 3 í hóp með einn dreka, bretti og leiðbeinanda var arkað út í sjóinn og hann sýndi okkur hvernig átti að gera þetta og mér gekk alveg fáránlega vel. Náði að standa upp strax og höndlaði drekan vel í reg átt en að fara í goof átt var ekki eins auðvelt og drekinn refsar ef maður er ekki með á nótunum. Kastar mann marga marga metra og svo á andlitið í sjóinn. En ég ætla aftur á morgun, jafnvel að kaupa mér græjurnar.
Kitesurfskólinn http://kitesurfschool.nl/
Tuesday, August 28, 2007
Amsterdam Damn!
Þá var farið í siglingu um síkin til að ýta undir túristapakkann. Það var helvíti fínt, steikjandi sól, engin undiralda sem er gott því ég þoli illa sjógang. Þar var okkur bent á sögufræg hús og saga Amsterdam sögð í stuttu máli. Fyndið að eftir að hafa verið að gæda sjálfur hvað maður tekur eftir uppfyllingarefni leiðsögumannsins, eins og "Hér eru fræg hús, sem heita tvíburahúsin. Hvers vegna? Því þau eru eins?" bull!
Þá var haldið í RAUÐA HVERFIÐ, Elín var eitthvað smeik við mellurnar og þorði ekki að líta til hliðar þegar við löbbuðum fram hjá rauðlýstu gluggunum. En svo var hún farinn að glápa á þær eins og einhvera flík í búð;-) Fórum líka inn á Coffee shop til að sjá stemninguna, hún var frekar þunglynd eins og við er að venjast. En Amsterdam sem slík er mjög flott og skemmtileg borg.Sunday, August 26, 2007
Lord of the flies
Moskítoflugurnar eru einmitt það sem ég á mjög bágt með að venjast. Á kvöldin verður mar nefninlega að hafa aðeins opið til að ferska loftið áður en mar háttar. Þá koma þær inn alveg í hrönnum, og það versta sem ég lendi í þegar ég er að fara að sofa er að heyra í einni fljúga yfir hausinn á mér til að tjekka hvort ég sé sofnaður. En nei, ég læt þær ekki hafa mig að fífli og ég get ekki sofnað þegar ég veit af þeim slefandi eftir íslenska blóðinu. Svefn er ekki á dagskrá fyrr en dagskrá vikunnar hefur eytt öllum blóðsugunum. Og meira af kvikyndum er að köngulær eru að verða daglegt brauð í íbúðinni hjá mér. Mamma má ekki bjóða þér í heimsókn ;-) Ég veit ekki hvaðan þær koma en ég sé þær alltaf labba í loftinu hjá mér. Og þó svo að ég eigi eina sem gæludýr heima, þá verða þessar eins og hún að halda sig í búri ella hlóta sömu örlög og moskíto frænkur þeirra.
Tuesday, August 21, 2007
Elín, formúla og Jazz
Á föstudaginn fór ég og hitti á strákana í DUTRacing liði skólans. Mér var tekið með opnum örmum og fer í að hanna fjöðrunina ásamt fleirum þarna. Fyrir þá sem ekki vita hvað formula student er þá er þetta hönnunarsamkeppni verkfræðideilda háskóla. Ég held að það séu um 70 skólar sem að taka þátt í þessu. Bíll er hannaður, smíðaður og svo er keppt á formúlubrautunum. Einnig þurfa liðin að vera með alla skýrslugerð, fyrirlestra og útskýringar á hreinu. Þið getið skoðað Formula student hér.
Svo var það rallyið heima Eyjó og Dóri byrjuðu illa, stóðu sig rosalega vel á föstudeginum, klóruðu sig frá 20 sæti í fjórða sem segjir bara til um getuna hjá þeim þegar allt er í lagi. Á laugardeginum sprengdu þeir dekk, felgu og disk, náðu að laga það til að geta keyrt en það dugði ekki til. It ain´t over until it´s over það er alveg á hreinu. Hér er video frá keppninni.
Sunday, August 19, 2007
R.I.P JUNIOR
Wednesday, August 15, 2007
RALLY REYKJAVÍK!
Tuesday, August 14, 2007
Getur einhver sent mér nýtt rassgat?
Ég tók daginn í dag snemma ;-) og ákvað að kíkja hvort það væri ekki hægt að taka námskeið í kitesurfi. Það var búið að spá léttskýjuðu sumarveðri og 25 stiga hita, það leit vel út. Fyrst að þetta átti að vera svo góður dagur tók ég bláu þrumuna og þrumaði til Den Hag. Ég held að það sé sirka svipuð vegalengd eins og að hjóla frá Hafnarfirði inn í miðbæ Reykjavíkur nema hvað að ég rata ekki, vissi bara hvaða leið tramminn(littla lestin) fer. Svo ég ellti þá teina. Leiðir okkar skildu á miðri leið þar sem ekki var hægt að hjóla meðfram þeim en ég endaði einhvernveginn inn í Den Hag. Bláa þruman er hönnuð fyrir littlar stelpur því er ég eins og rækja á því og hnakkurinn er á stærð við fingurbjörg.Mér var illt, en ég sá loksins hvernig allir hollendingar búa
Í vindmyllum! á milli skýjakljúfanna þar sem þeir vinna við að rækta túlípana og meitla út tréskó. Ég fór svo á ströndina og hitti mann sem benti mér á kitesurfskóla og fór svo í kaffi til Jóns.
Á leiðinni heim batnaði það ekki, rassinn mjög sár og virtist sem að íslenskt haustveður hafi skollið á, rigning og rok beint í andlitið.
Sunday, August 12, 2007
Action helgi
Þá er afar hressandi helgi senn á enda. Það sem stóð uppúr voru kaupin á Base line mondrian MPTPU(manpoweredtransportationunit) 6 speed with dual brakes and a PTB(packagetransportationbracket). Þennann eðalfák keypti ég af henni Rúnu á heilar 20eur og svo keypti ég að sjálfsögðu lás hann kostaði 15eur. Og verð ég að segja sjaldan eða aldrey hafi ég gert svona góð kaup. Á þessu á ég svo eftir að þeysast um Holland sem aldrey fyrr ;-)
Á föstudagskvöldinu fór ÉG á djammið, já gott fólk bílívit or nott þá smellti ég mér til Den Hag með góðum hóp af fólki. Við fórum á eitthvað torg og sátum úti, sumir fengu sér bjór aðrið kók eða redbull, því næst var haldið á danshús og dansað fram eftir morgni. Þegar ég kom heim um að verða 5:30 var ekki auðvelt að sofna eftir að hafa drukkið um líter af redbull. Afar hressandi!
Á laugardeginum var farið seint af stað, ég rölti markaðinn á leiðinni á lestarstöðina. Þar var mikið af drasli til sölu. En ég gekk fram á miðaldra mótorhjólagengi á enn eldri hjólum. Flott þessi gömlu. Ég setti nokkrar myndir af þeim inn á myndasíðuna.
Svo fór ég til Den Hag því Helga átti afmæli, fékk eðal grillmat og fór svo heim í chillið.
Og fyrir Blöndalinn tók ég mynd af þessum snyrtilega Willys.
In the Ghettóóóó
10 mín seinna heyrði ég þung hljóð er sveit lögreglumanna þrammaði um ganginn, það hafði verið framinn glæpur á ganginum hjá mér. Ég hlustaði með eyrum opnum, hvað gekk eiginlega á? Ég heyrði lögreglukonu segja "This is not allowed in our country!" og svo eitthvað "dirka dirka muhammed jihad" löggurnar voru á ganginum í svona tvo tíma en ég veit ekki meir. Það leggst að mér sá grunur að einhver arabinn hérna hafi látið það fara eitthvað í taugarnar á sér að konan hans hafi farið á djammið og danglað aðeins í hana vegna þessa.
Just another day in the ghettóóóó
Friday, August 10, 2007
Puhhhjii
Og ég setti inn myndir af húsnæðinu mínu sem er einnkar skemmtilegt myndefni.
Thursday, August 9, 2007
Myndir Myndir Myndir
Tuesday, August 7, 2007
Þá er maður hér bara hmm..
Ég mætti hérna á mánudeginum 30 júli, Jón Ágúst sem mun einnig nema við http://www.tudelft.nl/ sótti mig á flugvöllinn í Eindhoven sem er minni en Reyjavíkurvöllur? Ég gisti með honum hjá systir hans, Helgu, fyrstu tvær næturnar og fékk svo íbúðina á miðvikudeginum, mér til mikillar gleði var hún bara mun betri en ég bjóst við. Hún var sögð 16fm en eftir mjög nákvæmar skrefmælingar mínar er hún vel yfir 21fm;-) EN ég bý samt í hjarta gettósins í Delft, nágrannar mínir fyrir utan aðra nemdendur eru að mestu þeldökkir múslimar sem gefa frá sér mjög einkennilega lykt sem að umlykur bygginguna. Svo er ég að jafna mig á einkar svaðalegum sólbruna sem ég náði í um helgina þar sem ég var staddur á Scheveningen beach. Ég fór líka í skoðunarferð um skólann og hann er vægast sagt rosalegur, ótrúlega vel græjaður og nemendur að gera allskonar sniðug verkefni.
Annars er ég að reyna að koma mér áfram í hollenskunni og það gengur svona lala.
Á morgun er planað að athuga með námskeið í kitesurfi.
Keðja Svanur