Ég tók daginn í dag snemma ;-) og ákvað að kíkja hvort það væri ekki hægt að taka námskeið í kitesurfi. Það var búið að spá léttskýjuðu sumarveðri og 25 stiga hita, það leit vel út. Fyrst að þetta átti að vera svo góður dagur tók ég bláu þrumuna og þrumaði til Den Hag. Ég held að það sé sirka svipuð vegalengd eins og að hjóla frá Hafnarfirði inn í miðbæ Reykjavíkur nema hvað að ég rata ekki, vissi bara hvaða leið tramminn(littla lestin) fer. Svo ég ellti þá teina. Leiðir okkar skildu á miðri leið þar sem ekki var hægt að hjóla meðfram þeim en ég endaði einhvernveginn inn í Den Hag. Bláa þruman er hönnuð fyrir littlar stelpur því er ég eins og rækja á því og hnakkurinn er á stærð við fingurbjörg.Mér var illt, en ég sá loksins hvernig allir hollendingar búa
Í vindmyllum! á milli skýjakljúfanna þar sem þeir vinna við að rækta túlípana og meitla út tréskó. Ég fór svo á ströndina og hitti mann sem benti mér á kitesurfskóla og fór svo í kaffi til Jóns.
Á leiðinni heim batnaði það ekki, rassinn mjög sár og virtist sem að íslenskt haustveður hafi skollið á, rigning og rok beint í andlitið.
1 comment:
Cool.
Eðal mynd þarna af þér á hjólinu.
Við erum að fara til USA eftir nokkrar vikur og þar verður keypt vídjó camera með helmet cam til að ná nokkrum action vidjóum af crossinu újeee.
Post a Comment