Tuesday, August 21, 2007

Elín, formúla og Jazz


Helgin var mjög góð fyrir utan andlát Junior. Það var jazzhátið hérna í Delft, fullt af littlum sviðum út um allann bæ. Ég, Pétur, Rúna og Adrian flökkuðum á milli jazzbúlla og hlýddum a jazzara hvaðanæva úr heiminum. Ég er búinn að finna hér í bæ uppáhalds bar! Bebop heitir pleisið ótrúlega nettur jazz/blues bar, asskoti gott kók í klaka þarna;-)
Á föstudaginn fór ég og hitti á strákana í DUTRacing liði skólans. Mér var tekið með opnum örmum og fer í að hanna fjöðrunina ásamt fleirum þarna. Fyrir þá sem ekki vita hvað formula student er þá er þetta hönnunarsamkeppni verkfræðideilda háskóla. Ég held að það séu um 70 skólar sem að taka þátt í þessu. Bíll er hannaður, smíðaður og svo er keppt á formúlubrautunum. Einnig þurfa liðin að vera með alla skýrslugerð, fyrirlestra og útskýringar á hreinu. Þið getið skoðað Formula student hér.
Svo var það rallyið heima Eyjó og Dóri byrjuðu illa, stóðu sig rosalega vel á föstudeginum, klóruðu sig frá 20 sæti í fjórða sem segjir bara til um getuna hjá þeim þegar allt er í lagi. Á laugardeginum sprengdu þeir dekk, felgu og disk, náðu að laga það til að geta keyrt en það dugði ekki til. It ain´t over until it´s over það er alveg á hreinu. Hér er video frá keppninni.
Svo var Elín loksins að koma í gær, er að fara sýna henni sveitasæluna.

4 comments:

Hanna Steinunn said...

Hæ..
Búin að lemja saman í smá video á myndasíðunni minni frá rallý-inu :) tékk it át :D

Unknown said...

elsku Svanur minn mikið samhryggist ég þér. var að heyra fréttirnar af Junior, veit að þér þótti mjög vænt um hana. kossar og knús, Anna systir

Daniel F. said...

Flottur með Formula Studentinn maður, líst vel á þetta!

Þú verður svo orðinn sjóaður mekki þegar við flytjumst báðir aftur heim og ég fer að keppa í motocrossinu er það ekki? :P

Anonymous said...

Bara prufa..:)