Sunday, August 12, 2007

Action helgi


Þá er afar hressandi helgi senn á enda. Það sem stóð uppúr voru kaupin á Base line mondrian MPTPU(manpoweredtransportationunit) 6 speed with dual brakes and a PTB(packagetransportationbracket). Þennann eðalfák keypti ég af henni Rúnu á heilar 20eur og svo keypti ég að sjálfsögðu lás hann kostaði 15eur. Og verð ég að segja sjaldan eða aldrey hafi ég gert svona góð kaup. Á þessu á ég svo eftir að þeysast um Holland sem aldrey fyrr ;-)

Á föstudagskvöldinu fór ÉG á djammið, já gott fólk bílívit or nott þá smellti ég mér til Den Hag með góðum hóp af fólki. Við fórum á eitthvað torg og sátum úti, sumir fengu sér bjór aðrið kók eða redbull, því næst var haldið á danshús og dansað fram eftir morgni. Þegar ég kom heim um að verða 5:30 var ekki auðvelt að sofna eftir að hafa drukkið um líter af redbull. Afar hressandi!

Á laugardeginum var farið seint af stað, ég rölti markaðinn á leiðinni á lestarstöðina. Þar var mikið af drasli til sölu. En ég gekk fram á miðaldra mótorhjólagengi á enn eldri hjólum. Flott þessi gömlu. Ég setti nokkrar myndir af þeim inn á myndasíðuna.

Svo fór ég til Den Hag því Helga átti afmæli, fékk eðal grillmat og fór svo heim í chillið.

Og fyrir Blöndalinn tók ég mynd af þessum snyrtilega Willys.

2 comments:

Daniel F. said...

Hey þú ert hörkubloggari maður.

Keep up the good work! Gaman að fylgjast með þér.

Nú svo ef þig langar í smá fjör um næstu helgi þá er hér FOTS ráðstefna og laust herbergi hjá okkur! RyanAir cheapocheapo!

Bára said...

Blessaður Svanur... skemmtilegt blogg hjá þér, enda ekki við öðru að búast frá Hetjunni.

Þú býrð greinilega í meira gettó en ég bjó í... það liðu alveg margir mánuðir þar til ég þurfti að hringja á lögguna :)

Þetta er rosa fákur sem þú hefur fjárfest í... er hann kannski með fótbremsum og alles?

Adieu,
jarðaberjaþjófur #1