Þá er haustið komið, það kom í gær um hádegisbilið. Bara allt í einu féllu laufin, það var sem snjókoma og á augnabliki var jörðin þakin gulum laufblöðum. Mjög flott.
Prófin kláruðust á föstudaginn, mér og Jóni til mikillar ánægju, næstu próf ekki fyrr en í janúar.
Helgin fór í það að bara ekki vera að læra, kíkti til hag sem svo oft áður, á laugardagskvöldinu var búið að boða til mikillar veislu í kommúnunni Bagijnhof, en þar búa 40 manns í oppnu fjölbýlishúsi, þetta fyrirkomulag er ekki óalgengt hér í hollandi og er að mínu mati svoldið töff.
Húsið er á að ég held 5 hæðum herbergi að mismunandi stærð við útveggi, húsið er svoldið holt að innan, opin rými, 5 eldhús sem allir deila, sjónvarpsherbergi og afþreyjingarrtými hingað og þangað. Rúna og Una búa einmitt þarna. Íbúarnir gera þetta einusinni á ári, þemað var Bagijna
gamalt oskráð samfélag og ætlast var til að fólk mætti uppáklætt í hverskonar múnderingu, hver íbúi mátti bjóða 15 manns og það gerir þá boðslista uppá 600 manns, mætingin var eitthvað mjög nálægt því, það var pakkað þarna. 3 hljómsveitir á mismunandi stöðum í húsinu héldu uppi stemmningu. Íbúarnir voru búnir að oppna 2 bari og einn veitingarstað handa æstum múgnum. Þetta var herber snilld og alveg ótrúlega gaman. Myndir hér! Sunnudagurinn var líka góður þar sem ég svaf vel út, og fór svo í afmæli til bestu vinkonu minnar hérna. Hún Aníta, dóttir hans Jóns hélt uppá 3 ára afmæli sitt með pompi og prakt. Kökur, kók, nammi, pakkar og leikir, gerist ekki betra;-)
Þá heldur skólinn bara áfram á morgun, við þurfum að finna okkur 1-2 kúrsa til að taka þetta tímabil, ég þarf að vinna vel í FS og ENG svo það er meir ein meir en nóg að gera.
Sunday, November 4, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hi astin min. Til hamingju med profin. Fer aftur til Kathmandu a morgun og svo er tad Karnali 12. nov.
Her er nepalska numerid hja Disu, endilega hringdu adur en eg fer i anna...
(01)98 03 51 53 06
Lov. Elin
djöfull er skeggbrúskurinn orðinn góður. Reyni að ná þér nuna yfir prófin.
hæ
svakalega hefur þetta verið flott partý !!
kv Hanna Steinunn
Post a Comment