Monday, November 26, 2007

Batavia

Viðburðarrík helgi að baki. Hitti pabba á föstudag, við renndum okkur til Boulogne í Frakklandi að sýna frökkunum hvaða veiðarfærum á að beita til að ná í stóru fiskana. Þaðan brunuðum við til Urk, átum vel og ég keypti eitt stk susuki gsx-r 1000. Á sunnudeginum kíktum við til Batavia sem er lítill bær hérna í hollandinu, þar er að finna skipasmíðastöð sem er að smíða skip frá 16 öld með sömu aðferðum og í þá daga. Það tekur um 10 ár að smíða eitt svona skip og hafa þeir líka aðeins náð að klára eitt, en annað er í vinnslu. Við fengum þvílíkann gæd, hann Jean Ridder sem er áhugamaður um þessi skip og kemur þarna um helgar til að segja og sýna hvernig þetta var gert og sögu skipanna. Hann gerir þetta í sjálfboðavinnu, þvílíkur áhugi. En þetta var mjög flott og ég hefði ekki verið til í að vera á svona skipi. Myndir hér

Ef einhver getur sagt mér á hverju hann Jean Ridder heldur á, á sá hinn sami von á glaðning.

Eftir þessa miklu sýningu fóum við til Amsterdam og kíktum á listasafn þar, rijksmuseum mjög flott. Þá voru Eyjó og Hanna Steinunn sótt og farið út að borða. Stutt stop en gaman að hitta þau.


Nú bíð ég bara eftir að opna jólagjöfina mína...

7 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með hjólið loksins eitthvað að viti á síðuni á nú að fara að Spirna við "Tengdó"
Bjarki (Munchen)

Anonymous said...

Klárlega, og helst vinna líka;-)

Daniel F. said...

Ertu ekki að grínast með þetta sjúka hjól!

Til hamingju maður.

Dótið sem hann heldur á, er þetta ekki þetta hnútadrasl sem þeir notuðu til að mæla hraða eða dýpt?

Anonymous said...

Ekki einusinni heitur, gettu betur

Anonymous said...

hann heldur á svokallaðri "skipslínu", lína sem fest er undir skipið og því heldur hann í raun og veru á skipinu og sjálfum sér um leið..ekki? þetta eru svona fornsögulegar heimspekipælingar sem maður lærir í háskólanum. Fæ ég ekki verðlaun fyrir tilraunina..

já og meðan ég man, hjólið er tryllt! Seldi mitt um daginn og gaurinn krassaði því á þriðja rúntinum he he
kv
LoGi

Anonymous said...

þetta er klarlega niðursturtarinn Xxog þetta rauða er klosettið meðal við svipinn :D hehe


GGhjkol :Dk.v Aron litli

Anonymous said...

Hann heldur á reipi :)

takk fyrir okkur, virkilega gaman að hitta ykkur fegða ! sjáumst vonandi um jólin :D

Kv. Hanna Steinunn