En meira af heimsókninni góðu. Við smelltum okkur til rotterdam, kíktum þar á hafnarsafnið og röltum um bæjinn osfr, einhverstaðar á miðri leið göngum við á alveg haug af fólki sem er búið að stilla sér upp við eina götuna í borginni og það er fólk eins og augað eigir í báðar áttir. Ég hélt að drollann ætlaði að láta sjá sig og spurði konu eina þarna. Það var eitthvað barnaband á leiðinni, við létum okkur hverfa. Klst seinna var kominn tími á að halda heim á leið og við gengum að bílnum og komumst að því að við vorum lagðir á götunni sem að allir stóðu að bíða eftir þessu bandi. Svo við vorum tilneyddir til að snæða þarna þar sem gatan var lokuð þar til bandið færi framhjá. Það passaði ákkurat að þau voru farin framhjá þegar við lukum við beikonlokurnar.
Vikan í skólanum var skrautleg, það var voru kynningar fyrir nemendur næsta árs, allskonar sniðugt dót sem að nemenur eru að vinna að hérna var til sýnis t.d. Formula Student, Nuna solarchallenge, Formula zero vetnis körtur og fullt af flottum tækjum sem virka ekki frá iðnhönnuðunum. Hér koma krakkarnir í háskólann 18 ára? Hvað er eiginlega kennt heima sem þau þurfa ekki að læra hér? Allaveganna þá nutum við góðs af þessu, frí áta og ýmislegt góðgæti.
Svo voru menn að þeysast um á SEGWAY sem er alveg ótrúlegt tæki, ramagnshjól sem virkar sem reglaður öfugur pendúll og ég náði að tala eigandann að hjólunum til að leyfa mér á prófa. Þetta er alveg magna, eins og að vera á skíðum en samt ekki, mar bara hallar sér aðeins fram og þá fer þetta af stað. Verð að eignast svona, verst að ódýrasta týpan kostar littlar 300 þús hérna ég fékk að prufa offroad týpuna sem kostar um 600þús.
nótt skall á vetur í Hollandi, klukkan fór aftur um eina klst en ég gat ekki notið þess því hann Jón reif mig á fætur kl 10 í morgun að vetrartíma til að læra. Bastarðurinn! Hann var að fjárfesta í þessum svakalega tyrkjabens og tryllir nú um allt með scooter í botni og nýgelaðar strípur, persónulega held ég að hann sé að fíla þessa hollensku stemmningu.
Jæja meira var það ekki að sinni.
Ps skeggið er komið í 30mm, pælið í því! Þvílíkur vöxtur, verst hvað það krullast verður bara massífara í staðinn fyrir að sýnast lengra.