Þegar ég kveikti á lappanum kom inn á msnið Viktor, gamall skólafélagi frá svíþjóð. Ég spurði hvað hann ætlaði að gera um helgina og hann var meðal annars að fara að hitta aðra gamla skólafélaga. Ég hringdi strax í DUTRacing og þeir voru með eitt aukasæti og þar með var ég farinn.
Við keyrðum til Maribo í Danmerku fyrst, gisti þar í bílnum í skítakulda, en sem betur fer fékk ég lánað flíssvefnpoka áður en við fórum. Við komum svo til Gautaborgar um 16 leitið á föstudeginum og fyrr má nú vera, ég var alveg að vera geðveikur á europopp/scootertónlistinni sem þeir spiluðu ALLA leið og sama hvað ég hækkaði í ipodnum þá náði ég ekki að einangra mig frá því, þetta var hræðilegt.
Allaveganna þá hitti Viktor mig og við smelltum okkur út á veitingarstað sem að kunningi okkar á í Gautaborg ásamt tveimur öðrum svíum, eðalstaður og eðalmatur.
Stefnan var tekin á Trollhettan, þar sem saab er einmitt framleiddur. Þar var mér boðið í kvöldmat hjá foreldrum Viktors, gott og gaman, ég bjó oft hjá þeim í den.
Um kvöldið var svo stefnan tekin á innfluttningsteiti hjá Rasmus sem var besti vinur minn á malungsdögunum mínum. Hann vissi ekki að ég væri í Svíþjóð og ég hef varla heyrt af honum í 7 ár. Viðbrögðin þegar hann oppnaði hurðina fyrir mér voru líka eftir því. Kvöldið var snilld, skemmtilegt fólk og gott djamm;-)
Um kvöldið var svo stefnan tekin á innfluttningsteiti hjá Rasmus sem var besti vinur minn á malungsdögunum mínum. Hann vissi ekki að ég væri í Svíþjóð og ég hef varla heyrt af honum í 7 ár. Viðbrögðin þegar hann oppnaði hurðina fyrir mér voru líka eftir því. Kvöldið var snilld, skemmtilegt fólk og gott djamm;-)
Um hádegi á sunnudeginum fórum við svo í morgunmat til forleldra Rasmus og þau fengu sama sjokk og hann, ég fékk dádýrasteik mmmmmm....
Svo hringdu Hollendingarnir og sögðu að þeir færu eftir hálftíma, ég var í 100km fjarlægð, greit!
En þetta reddaðist með ofurkröftum SAAB VIGGEN og ég náði til þeirra.
Svíþjóð, Holland var tekið í einum rykk, 12 tímar af Scooter og ég var kominn heim nett ruglaður kl 4 í morgun.
Þvílik snilldarferð, þetta verður endurtekið en án Scooter næst!
3 comments:
Já gaman að þessu, ja nema kanski scooternunm. Synd að hafa ekki geta tjekkað á Rubbernum í leiðinni.... Kátur annars??
scooter rokkar víhíii
hahaha
kossar og knús,
stóra systir
Töffariiiiii !!!! gaman i svíþjóð ??:D jámm greinilega .... en maður bíður bara eftir snjó og jólum ....... það er nu ekki ÞAÐ langt i þig :D gott að geta tjekkað hvernig stóra brósa gengur i Hollend (HH)
sjáumst ... :D Aron OUT!!!
Post a Comment