Thursday, August 30, 2007

Kveðjustundir og kitesurf

Pjhuff, það eru erfiðir dagar þessa daganna.
Elín mín fór í gærmorgunn í 3 mánaða reisu um allann heim, þið getið tjekkað á stúlkunni minni hér http://ella-pella.blogspot.com/
Svo var nú ekki til að bæta skaðann að Lumman kláraðist í gær, næstu dagar verða teknit cold turkey, ekkert nikótínstyggjó bull, enda var ég búinn að reyna að kaupa það en það er svo gamaldags hérna að fólk bara reykir og það var ekki til nikótíntyggjó.
Í morgunn fór ég eldsnemma á fætur og smellti mér á langþráð kitesurfing námskeið. Vá!! Þetta er málið. Miklir möguleikar þarnar á ferð. Við vorum eitthvað um 30 manns á þessu námskeiði og svo var slatti af fólki þarna á eigin vegum. 3 í hóp með einn dreka, bretti og leiðbeinanda var arkað út í sjóinn og hann sýndi okkur hvernig átti að gera þetta og mér gekk alveg fáránlega vel. Náði að standa upp strax og höndlaði drekan vel í reg átt en að fara í goof átt var ekki eins auðvelt og drekinn refsar ef maður er ekki með á nótunum. Kastar mann marga marga metra og svo á andlitið í sjóinn. En ég ætla aftur á morgun, jafnvel að kaupa mér græjurnar.
Kitesurfskólinn http://kitesurfschool.nl/

Tuesday, August 28, 2007

Amsterdam Damn!

Gær var farið snemma af stað og lestin tekin til Amsterdam. Við tókum bara klassíska túrista pakkann á þetta, keyptum okkur Amsterdam guidebook og örkuðum af stað. Húsin þarna eru alveg svakaleg, sá sem finnur lóðrétta línu í húsi þarna fær eina evru frá mér. Greinilegt að hér hafa menn verið skakkir í margar aldir. Við vorum ekki mikið að fara á söfn, en smelltum okkur þó á Amsterdam sex museum, þar var margt fróðlegt og fræðandi um kynlíf í gegnum aldirnar. það vakti athygli okkar að Svanurinn var þar í aðalhlutverki, hann hefur þótt kyntákn eða tengst kynhvöt á einhvern hátt í gamla daga.











Safnið var á svo mörgum hæðum að Elín bara varð að setjast niður sér til hvíldar ;-)


Þá var farið í siglingu um síkin til að ýta undir túristapakkann. Það var helvíti fínt, steikjandi sól, engin undiralda sem er gott því ég þoli illa sjógang. Þar var okkur bent á sögufræg hús og saga Amsterdam sögð í stuttu máli. Fyndið að eftir að hafa verið að gæda sjálfur hvað maður tekur eftir uppfyllingarefni leiðsögumannsins, eins og "Hér eru fræg hús, sem heita tvíburahúsin. Hvers vegna? Því þau eru eins?" bull!

Þá var haldið í RAUÐA HVERFIÐ, Elín var eitthvað smeik við mellurnar og þorði ekki að líta til hliðar þegar við löbbuðum fram hjá rauðlýstu gluggunum. En svo var hún farinn að glápa á þær eins og einhvera flík í búð;-) Fórum líka inn á Coffee shop til að sjá stemninguna, hún var frekar þunglynd eins og við er að venjast. En Amsterdam sem slík er mjög flott og skemmtileg borg.

Sunday, August 26, 2007

Lord of the flies


Þvílik eðalhelgi, ég og ella erum búin að fara um alla Delft á longboardunum. Alveg hreinnt snilldar stígar hérna fyrir svona rennibretti;-) Ströndin á laugardeginum en ekkert surf, löbbuðum lappirnar af okkur í miðbæ Den Hag, skoðuðum í búðir, ég keypti mér prentara oflr í Media Markt sem er svaðaleg tækja búð hérna. Elín keypti sér moskítonet og DET50% moskítofráfælukremeitthvað fyrir Amason hluta ferðarinnar sem hún er að fara í á fimmtudaginn.
Moskítoflugurnar eru einmitt það sem ég á mjög bágt með að venjast. Á kvöldin verður mar nefninlega að hafa aðeins opið til að ferska loftið áður en mar háttar. Þá koma þær inn alveg í hrönnum, og það versta sem ég lendi í þegar ég er að fara að sofa er að heyra í einni fljúga yfir hausinn á mér til að tjekka hvort ég sé sofnaður. En nei, ég læt þær ekki hafa mig að fífli og ég get ekki sofnað þegar ég veit af þeim slefandi eftir íslenska blóðinu. Svefn er ekki á dagskrá fyrr en dagskrá vikunnar hefur eytt öllum blóðsugunum. Og meira af kvikyndum er að köngulær eru að verða daglegt brauð í íbúðinni hjá mér. Mamma má ekki bjóða þér í heimsókn ;-) Ég veit ekki hvaðan þær koma en ég sé þær alltaf labba í loftinu hjá mér. Og þó svo að ég eigi eina sem gæludýr heima, þá verða þessar eins og hún að halda sig í búri ella hlóta sömu örlög og moskíto frænkur þeirra.

Tuesday, August 21, 2007

Elín, formúla og Jazz


Helgin var mjög góð fyrir utan andlát Junior. Það var jazzhátið hérna í Delft, fullt af littlum sviðum út um allann bæ. Ég, Pétur, Rúna og Adrian flökkuðum á milli jazzbúlla og hlýddum a jazzara hvaðanæva úr heiminum. Ég er búinn að finna hér í bæ uppáhalds bar! Bebop heitir pleisið ótrúlega nettur jazz/blues bar, asskoti gott kók í klaka þarna;-)
Á föstudaginn fór ég og hitti á strákana í DUTRacing liði skólans. Mér var tekið með opnum örmum og fer í að hanna fjöðrunina ásamt fleirum þarna. Fyrir þá sem ekki vita hvað formula student er þá er þetta hönnunarsamkeppni verkfræðideilda háskóla. Ég held að það séu um 70 skólar sem að taka þátt í þessu. Bíll er hannaður, smíðaður og svo er keppt á formúlubrautunum. Einnig þurfa liðin að vera með alla skýrslugerð, fyrirlestra og útskýringar á hreinu. Þið getið skoðað Formula student hér.
Svo var það rallyið heima Eyjó og Dóri byrjuðu illa, stóðu sig rosalega vel á föstudeginum, klóruðu sig frá 20 sæti í fjórða sem segjir bara til um getuna hjá þeim þegar allt er í lagi. Á laugardeginum sprengdu þeir dekk, felgu og disk, náðu að laga það til að geta keyrt en það dugði ekki til. It ain´t over until it´s over það er alveg á hreinu. Hér er video frá keppninni.
Svo var Elín loksins að koma í gær, er að fara sýna henni sveitasæluna.

Sunday, August 19, 2007

R.I.P JUNIOR


í dag fékk ég þær fréttir að Junior, minn besti félagi til 7 ára hafi látist í dag. Junior var 9 ára gömul í sumar.
Junior kom í minar hendur fagurgræn og væn, hún vandist mér eins og skot. Hún var eins og kisa, vildi helst bara kúra. Hún var nú kanski ekki sú fimasta, en átti það til að ryðja frekar hlutunum frá sér frekar en að fara í kringum þá, það var þó oftar en ekki bara skemmtilegt.
Á köldum einmanna nóttum skreið hún oft undir sængina hjá mér og kúrði, eins og hún væri mennsk svo fengum við okkur banana í morgumat því það var uppáhaldið hennar.
Ég á eftir að sakna þín mjög mikið, ég veit að þú ert á góðum stað, vertu sæl vinkona :-(

Wednesday, August 15, 2007

RALLY REYKJAVÍK!


Alþjóðarallið(Rallý Reykjavík) hefst á fimmtudaginn og stendur rallið yfir í 3 daga.

Mínir menn Eyjó, Dóri, Árni, Haddi, Rúnar, Jói og Gummi eru að gera sig klára og óska ég þeim góðs gengis, vonandi sjáið ykkur fært að vinna þetta þó að ég sé ekki á staðnum til að veita hjálparhönd og andlega aðstoð.

Þeir sem áhuga hafa á að sjá þessa langbestu ökumenn landsins tæta áfram ættu að geta séð sér fært um að fara og horfa á svosem allveganna eina sérleið.

Upplýsingar er að finna á http://www.rallyreykjavik.com/

Svo datt ég inn á þetta hérna í dauða tímanum hérna;-) Þetta er svona lala miðað við missionið, vantar allt power og action í þetta. Eitt er víst að gamli Delux hefði ábyggilega endst lengur.
Hugsanlega verður upplýsingum um stöðu mála hjá liði Eyjó og Dóra dælt inn á ehrally, fylgist með!

Góða lukku

Tuesday, August 14, 2007

Getur einhver sent mér nýtt rassgat?

Þetta hljómar kanski eins og að ég hafi eitt gærkvöldinu á Blue oyster bar, það er ekki málið!

Ég tók daginn í dag snemma ;-) og ákvað að kíkja hvort það væri ekki hægt að taka námskeið í kitesurfi. Það var búið að spá léttskýjuðu sumarveðri og 25 stiga hita, það leit vel út. Fyrst að þetta átti að vera svo góður dagur tók ég bláu þrumuna og þrumaði til Den Hag. Ég held að það sé sirka svipuð vegalengd eins og að hjóla frá Hafnarfirði inn í miðbæ Reykjavíkur nema hvað að ég rata ekki, vissi bara hvaða leið tramminn(littla lestin) fer. Svo ég ellti þá teina. Leiðir okkar skildu á miðri leið þar sem ekki var hægt að hjóla meðfram þeim en ég endaði einhvernveginn inn í Den Hag. Bláa þruman er hönnuð fyrir littlar stelpur því er ég eins og rækja á því og hnakkurinn er á stærð við fingurbjörg.Mér var illt, en ég sá loksins hvernig allir hollendingar búa

Í vindmyllum! á milli skýjakljúfanna þar sem þeir vinna við að rækta túlípana og meitla út tréskó. Ég fór svo á ströndina og hitti mann sem benti mér á kitesurfskóla og fór svo í kaffi til Jóns.
Á leiðinni heim batnaði það ekki, rassinn mjög sár og virtist sem að íslenskt haustveður hafi skollið á, rigning og rok beint í andlitið.

En hafði það heim dauðþreyttur, rennandi blautur og alveg að drepast í rassgatinu, en aldrey að vita nema mar smelli sér aftur í svona ferð. En kanski ekki á morgun.

Sunday, August 12, 2007

Action helgi


Þá er afar hressandi helgi senn á enda. Það sem stóð uppúr voru kaupin á Base line mondrian MPTPU(manpoweredtransportationunit) 6 speed with dual brakes and a PTB(packagetransportationbracket). Þennann eðalfák keypti ég af henni Rúnu á heilar 20eur og svo keypti ég að sjálfsögðu lás hann kostaði 15eur. Og verð ég að segja sjaldan eða aldrey hafi ég gert svona góð kaup. Á þessu á ég svo eftir að þeysast um Holland sem aldrey fyrr ;-)

Á föstudagskvöldinu fór ÉG á djammið, já gott fólk bílívit or nott þá smellti ég mér til Den Hag með góðum hóp af fólki. Við fórum á eitthvað torg og sátum úti, sumir fengu sér bjór aðrið kók eða redbull, því næst var haldið á danshús og dansað fram eftir morgni. Þegar ég kom heim um að verða 5:30 var ekki auðvelt að sofna eftir að hafa drukkið um líter af redbull. Afar hressandi!

Á laugardeginum var farið seint af stað, ég rölti markaðinn á leiðinni á lestarstöðina. Þar var mikið af drasli til sölu. En ég gekk fram á miðaldra mótorhjólagengi á enn eldri hjólum. Flott þessi gömlu. Ég setti nokkrar myndir af þeim inn á myndasíðuna.

Svo fór ég til Den Hag því Helga átti afmæli, fékk eðal grillmat og fór svo heim í chillið.

Og fyrir Blöndalinn tók ég mynd af þessum snyrtilega Willys.

In the Ghettóóóó

Ég var vakinn af værum svefni í nótt er ég heyrði öskur. Það virtist koma af ganginum hjá mér en í kjölfarið af öskrinu kom svo að mér heyrðist hlátur, ég aðhafðist ekki frekar.
10 mín seinna heyrði ég þung hljóð er sveit lögreglumanna þrammaði um ganginn, það hafði verið framinn glæpur á ganginum hjá mér. Ég hlustaði með eyrum opnum, hvað gekk eiginlega á? Ég heyrði lögreglukonu segja "This is not allowed in our country!" og svo eitthvað "dirka dirka muhammed jihad" löggurnar voru á ganginum í svona tvo tíma en ég veit ekki meir. Það leggst að mér sá grunur að einhver arabinn hérna hafi látið það fara eitthvað í taugarnar á sér að konan hans hafi farið á djammið og danglað aðeins í hana vegna þessa.

Just another day in the ghettóóóó

Friday, August 10, 2007

Puhhhjii

Jón og Jóhanna buðu mér í mat í gær og fengum við dýryndismáltíð takk fyrir. Svoldið gott að fá alvöru mat, ég get ekki sagt að ég hafi verið duglegur að elda eitthvað gourme kanski meira svona goreforme síðan ég kom hingað. Ég fór svo beint til Rúnu og Adrian í pókerkvöld ásamt Pétri og Árna ofl en þau þrjú eru að klára masterinn sinn hérna. Pókerinn er snilld og gekk mér vel í gær þangað til að við vorum bara tveir eftir. Það er spilaður póker hérna vikulega svo að ég ætti að vera orðinn slarkfær einhverntíman í haust. En mission dagsins í dag er að taka smá hollenskunám þar sem ég var vakinn í morgun af TNT sem kom með hollenskunámskeiðið sem ég er búinn að vera að bíða eftir í laaaangann tíma. Og svo að reyna að sannfæra Rúnu um að selja mér reiðhjólið sitt.
Og ég setti inn myndir af húsnæðinu mínu sem er einnkar skemmtilegt myndefni.

Thursday, August 9, 2007

Myndir Myndir Myndir

Þá eru komin myndasíða, setti inn nokkrar myndir frá fyrstu dögum mínum hér, endilega tjekkið á því. Hér til hægri

Tuesday, August 7, 2007

Þá er maður hér bara hmm..

Það er víst venjan koma sér upp svona upplýsingarsíðu þegar maður er staddur fjarri vinum og vandamönnum og hér er hún komin.

Ég mætti hérna á mánudeginum 30 júli, Jón Ágúst sem mun einnig nema við http://www.tudelft.nl/ sótti mig á flugvöllinn í Eindhoven sem er minni en Reyjavíkurvöllur? Ég gisti með honum hjá systir hans, Helgu, fyrstu tvær næturnar og fékk svo íbúðina á miðvikudeginum, mér til mikillar gleði var hún bara mun betri en ég bjóst við. Hún var sögð 16fm en eftir mjög nákvæmar skrefmælingar mínar er hún vel yfir 21fm;-) EN ég bý samt í hjarta gettósins í Delft, nágrannar mínir fyrir utan aðra nemdendur eru að mestu þeldökkir múslimar sem gefa frá sér mjög einkennilega lykt sem að umlykur bygginguna. Svo er ég að jafna mig á einkar svaðalegum sólbruna sem ég náði í um helgina þar sem ég var staddur á Scheveningen beach. Ég fór líka í skoðunarferð um skólann og hann er vægast sagt rosalegur, ótrúlega vel græjaður og nemendur að gera allskonar sniðug verkefni.
Annars er ég að reyna að koma mér áfram í hollenskunni og það gengur svona lala.
Á morgun er planað að athuga með námskeið í kitesurfi.

Keðja Svanur