Thursday, May 8, 2008
Morgunverður í Dijon, hádegisverður í Marseille, kaffi í St Tropes og kvöldmáltíð í Mónakó
Já einhvernvegin svona var seinasta vika. Við Elín vorum búin að ákveða að smella okkur að miðjarðarhafinu í hita og sól þar sem að það var vorfrí í skólanum. Elín átti að sækja bílaleigubíl á drottningarkvöldi en það fór þannig að hún fékk ekki bíl. Europcar er skítaleiga! En eftir smá umhugsun ákváðum við bara að fara á hjólinu. Við hjóluðum frá hollandi um kl 13 gegnum Belgíu, inn í Lúxemborg og svo niður frakkland með stoppi í Dijon þar sem við gistum eina nótt. Ferðin byrjaði frekar blaut og köld og vorum við bæði frekar þreytt þegar við komum á hótel um kl 23.
Frá Dijon niður til Marseilles var sól og hitinn fór hækkandi. við komum til Marseille um kl 14 og fundum hótel rétt fyrir utan þar sem við áttum ekki pantað inn í Marseille fyrr en daginn eftir.
Stemmningin þarna var góð, gamaldags flott borg sem við skoðuðum hátt og lágt. En það var samt eitthvað sem að varð til þess að við sáum ekki ástæðu til að hanga þarna alla daganna. Erum búinn að sjá alltof margar kirkjur og vorum ekki þarna til að versla. Við ákváðum bara að rúnta meðfram sjónum kíkja á alla littlu bæjina og þá stóru. Leiðin var snilld, malbikaðir sveitavegir í kringum fjöllin, upp og niður, mikið af beygjum náttúru og dýralífi. Frá Marseille lá leiðin um Toulon og St Tropes þar sem við stoppuðum til að skoða. St Tropes er staðurinn þar sem þeir ríkari en þeir ríku safnast saman til að sýna sig og sjá aðra. Ótrúlega flottur lítill bær með höfn fulla af vægast sagt risa rosa snekkjum og götum með lúxusbílum. Við fengum okkur þarna að borða og fylgdumst með actioninu í kringum þetta þar sem öriggisverðir og þjónustufólk hlupu í kringum mannskapinn. Við héldum svo áfram til kvikmyndarborgarinnar Canne. Þar smelltum við okkur á ströndina það sem eftir var af deginum til að tana okkur í drasl. Ótrúlegt nokk þegar við vorum að pakka saman þá hittum við tvær íslenskar stelpur sem að búa í Nice sem var næsti áfangastaður. Hún var ágæt þessi Nice en við ætluðum að reyna að finna eitthvað lítið næs hótel fyrir utan. Sú leit varð til þess að við sáum Sean Connery sjálfann þar sem hann var að opna hliðið að látlausu húsi sínu í einum firðinum. Þetta svæði er alveg ótrúlega flott og gaman að keyra um en öll hótelin voru annaðhvort full eða dýrari en við ætluðum í en í Mónakó leyndist eitt lítið hótel í eigu norrmanns sem við fengum inn á.
Við röltum um Mónakó um kvöldið og fórum á littla strönd milli klettanna fyrir neðan hótelið daginn eftir. Yfir daginn safnast snekkjufólið í fjörin til að sleikja sólina en ströndin sjálf var ekki svo mannmikil. Þarna kom ítalst par þar sem maðurinn var eins og rindla týpan af Fabio, hann spilaði á gítar og söng fyrir hana allann daginn lét okkur hina líta frekar ílla út en þar sem hún reykti rettur framaní hann mestallann tímann drap þetta svon svoldið.
Við skoðuðum svo Mónakó að degi til, þar var verið að gera klárt fyrir F1 búið að mála göturnar, setja upp vegrið og stúkur og að sjálfsögðu tók ég mynd af mér á ráspól.
Út að borða um kvöldið og svo kaffi á Cafe de Paris sem er aðal kaffihúsið þarna og er staðsett við Casinoið, sæll, ég hef aldrey séð svona marga flotta bíla=-/ En daginn eftir var haldið heim á leið og komum við á þriðjudagskvöld eftir að hafa keyrt í 25°C alla leið heim. Eðal ferð í alla staði. Heildar km voru 3011,5 hugsa að ég hjóli ekki næstu daga.
En nú er aftur komið að alvörunni og ég þarf að læra mikið næstu vikur og hér er komið heitt sumar sem hjálpar ekki í einbeitningunni. Fleiri myndir inn á myndasíðunni ásamt fleiri myndum af því sem hefur verið gert eins og parísarferð og hjólakeppnin á Assen
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Damn, flott ferð! Viss um að þetta hefur verið mikið stuð.
geðveikt....
bara GEÐVEIKT!!
kossar og knús,
Anna og Ethel María
Post a Comment