Thursday, April 3, 2008
?
Ég var að rótast inn á google earth og rakst þá nokkurskonar staðfestingu á því að hér í Hollandi eru öfl okkur æðri sem hugsanlega eru valdur af því flatlendi sem hér er. Tel ég þetta vera hellisbúa af öðrum stofni. Þetta kanski útskýrir seinaganginn og furðuleikann sem á sér stað hér í Hollandi. Einnig getur þetta útskýrt hið óeðlilega vaxtarlag margra hollendinga sem að lýsir sér í mjög sveittu og mjög svo krulluðu hári oftar en ekki er greitt aftur til að lýkjast drakúla greifa. Og svo hæðin, hér er annar hver hollendingur á annann meter. M.v staðsettningu landsins þá sé ég ekki aðra skýringu á þessu öllu en að uppruni þeirra sé ekki jarðlægur. En sjáiði hellamyndina sem þeir hafa gert?
PS grænai hjólakallinn er staðsetningin á íbúðinni okkar hér í delf
Við erum svo á leiðinni til Parísar í fyrramálið að skoða allt þetta helsta sem að parís hefur upp á að bjóða. Vona bara að við villumst ekki, vegakerfi parísar er víst ekkert lamb að leika við.
Kem með öppdeit af því seinna.
Hér er svo stækkuð mynd af þessu furðulega tákni
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment