Viðburðarrík helgi að baki. Hitti pabba á föstudag, við renndum ok
kur til Boulogne í Frakklandi að sýna frökkunum hvaða veiðarfærum á að beita til að ná í stóru fiskana. Þaðan brunuðum við til Urk, átum vel og ég keypti eitt stk susuki gsx-r 1000. Á sunnudeginum kíktum við til Batavia sem er lítill bær hérna í hollandinu, þar er að finna skipasmíðastöð sem er að smíða skip frá 16 öld með sömu aðferðum og í þá daga. Það tekur um 10 ár að smíða eitt svona skip og hafa þeir líka aðeins náð að klára eitt, en annað er í vinnslu. Við fengum þvílíkann gæd, hann Jean Ridder sem er áhugamaður um þessi skip og kemur þarna um helgar til að segja og sýna hvernig þetta var gert og sögu skipanna. Hann gerir þetta í sjálfboðavinnu, þvílíkur áhugi. En þetta var mjög flott og ég hefði ekki verið til í að vera á svona skipi. Myndir hérEf einhver getur sagt mér á hverju hann Jean Ridder heldur á, á sá hinn sami von á glaðning.




