Viðburðarrík helgi að baki. Hitti pabba á föstudag, við renndum okkur til Boulogne í Frakklandi að sýna frökkunum hvaða veiðarfærum á að beita til að ná í stóru fiskana. Þaðan brunuðum við til Urk, átum vel og ég keypti eitt stk susuki gsx-r 1000. Á sunnudeginum kíktum við til Batavia sem er lítill bær hérna í hollandinu, þar er að finna skipasmíðastöð sem er að smíða skip frá 16 öld með sömu aðferðum og í þá daga. Það tekur um 10 ár að smíða eitt svona skip og hafa þeir líka aðeins náð að klára eitt, en annað er í vinnslu. Við fengum þvílíkann gæd, hann Jean Ridder sem er áhugamaður um þessi skip og kemur þarna um helgar til að segja og sýna hvernig þetta var gert og sögu skipanna. Hann gerir þetta í sjálfboðavinnu, þvílíkur áhugi. En þetta var mjög flott og ég hefði ekki verið til í að vera á svona skipi. Myndir hér
Ef einhver getur sagt mér á hverju hann Jean Ridder heldur á, á sá hinn sami von á glaðning.
Monday, November 26, 2007
Sunday, November 18, 2007
Boba!
Eins og bubbi myndi segja það. Við fórum að horfa á RedBullKnockOut í dag, sem er mótorkrosskeppni haldin á Schevening ströndinni í Den Hag. Ég byrjaði á því í morgun að hjóla til Jóns og Jóhönnu sem er um klst hjólreið. Þar var tekið á móti mér með enskum morgunverði, baukon og pullur. Svo fórum við á ströndina, það var sól, heiðskýrt en skítakuldi og gjörsamlega pakkað á ströndinni. Einhverjar þúsundir að horfa á þetta reis. Við náðum okkur ágætis plássi til að horfa og svo á slaginu tvö var ræst. Þetta var alveg svakalegt, 500 hjól og ökumenn með allt í botni meðfram sjólínu strandarinnar, sumir voru að fara vel yfir 200km/klst. Tekin var beygja eftir að þeir keyrðu undir casinoið og leiðin til baka var ekki jafn fljótfarin, með beygjum, pöllum vúpsum og úpsum. Það myndaðist mikill pyttur ökumanna sem vöru fastir hingað og þangað og á meðan á þessu stóð var þyrla sem elti þá sem voru fyrstir. Fyrsta móto eins og það er kallað tók um klst, þá voru um 50 manns dottnir út með biluð hjól eða brotin bein. Þá kom brunandi inn á ströndina skriðdreki, þvílíkt flykki. Hann keyrði beint niður í fjöruborðið og á eftir honum vélsleði og löggubíll, svo var þyrlan komin líka. Það sem gerðist var að þegar flóðiðbylgjan kom hingað um dagin dróg hún upp á land einhverjar fosfórsprengjur og hefur herinn verið þarna að eyða þeim. Hugsanlega sást til einnar þarna og var þyrlan notuð til að ýfa sjóinn frá henni. En svo tók skriðdrekinn aftur á rás, á botngjöf fram og til baka. Þá hófst næsta móto, nú með 250 manns þegar það kláraðist fórum við heim til Jóns og horfðum á restina í beinni útsendingu þar sem við vorum kaldir inn að beini þrátt fyrir að vera vel klæddir. Alveg magnað hvað hollendingurinn getur verið lítið klæddur og með mikið gel í hárinu án þess að láta á sjá.
En þetta var snilldar dagur í alla staði. !!!Myndir hér!!!
En þetta var snilldar dagur í alla staði. !!!Myndir hér!!!
Friday, November 16, 2007
Super sunday!
Langaði bara að sýna ykkur smá, á hvað ég er að fara að horfa, sunnudaginn á.
Góða helgi ;-)
Sunday, November 11, 2007
Hasar basar
Þetta bloggdæmi hérna er ágætt svona vikulega, það er ekki eins og að það sé alltaf eitthvað áhugavert að gerast. En þessi vika var ansi hressandi.
Það er búið að vera skítaveður hérna, suð suð vestan suddi, súld og haglél inn á milli. Flóðbylgja sem átti að koma hingað var nú ekkert að hræða hollendinginn þar sem varnargarðar þeirra eru byggðir með 10.000ára endingu og ég er ekkert að grínast með það. Þeir gerðu alveg ráð fyrir einhverjum svona smá skvettum á þeim tíma.
Á leiðinni heim úr búðinn á miðvikudaginn að ég held brunaði framhjá mér einn tramminn(stuttinnanbæjarlest) hann fer þarna framhjá á 15mín fresti nema hvað að úr þessu var neistaflóðið þvílíkt, eins og rakettur væru á hverju hjóli. Þessir trammar bremsa beint oná teinana svo að eina leiðin til að þetta geti gerst er að rafmagnið sem þeir taka inn um grindur á toppnum nái að leiðast niður í jörð og tramminn ss bara að sjóða sjálfann sig við teinana. Þetta var mjög flott sjón, svo fór ég bara heima að elda. Kveikti á hollenskum fréttatíma og vitir menn þar var tramminn sem ég sá rétt í þessu búinn að keyra inn í annann tramm. MAGNAÐ
Þetta sama kvöld var svo önnur umferð í ökumannavali DUTRacing og fórum við nú á stærri gokartbraut einhverstaðar við den Hag. Það gekk alveg þokkalega í þetta skipti náði 15 sæti, fór tvisvar og náði að bæta mig um sekúndu á hring. Myndir setti ég inn á myndasíðuna. Ég veit ekki enn hvort að 15 sé nóg til að fá að keppa en það er ekki svo mikilvægt fyrir mér þar sem ég fæ að keyra eitthvað og ég veit ekki hvort að ég fari með á allar keppnir næsta sumar.
Talandi um keppnir þá er hér næstu helgi svakaleg motocross keppni REDBULLKNOCKOUT, á ströndinni í scheveningen. Ég og Jón ætlum að sjálfsögðu að eyða þar deginum í góðu yfirlæti og tvígengisilm. Það lítur út fyrir að Eyjó rallari og Hanna Steinunn dansari ætli að kíkja í kaffi næstu helgi, vonandi næ ég að hitta á þau, sýna þeim pleisið.
Og meira 8 des er svo æfingarkeppni þáttakendi í 2008 dakar, það er eitthvað sem ég bara verð að sjá. Það er keyrt í braut bíla, hjól og trukkar, veit ekki hvort að þetta sé upp á alvöru eða bara verið að testa græjurnar en allavegann er það vel þess virði að skoða þessi tæki. Jeppaveikin hjá mér er að versna hérna þar sem ég er að gleyma hvernig það er að liggja í olíupollinum öll kvöld;-)
Sunday, November 4, 2007
Haustið komið
Þá er haustið komið, það kom í gær um hádegisbilið. Bara allt í einu féllu laufin, það var sem snjókoma og á augnabliki var jörðin þakin gulum laufblöðum. Mjög flott.
Prófin kláruðust á föstudaginn, mér og Jóni til mikillar ánægju, næstu próf ekki fyrr en í janúar.
Helgin fór í það að bara ekki vera að læra, kíkti til hag sem svo oft áður, á laugardagskvöldinu var búið að boða til mikillar veislu í kommúnunni Bagijnhof, en þar búa 40 manns í oppnu fjölbýlishúsi, þetta fyrirkomulag er ekki óalgengt hér í hollandi og er að mínu mati svoldið töff.
Húsið er á að ég held 5 hæðum herbergi að mismunandi stærð við útveggi, húsið er svoldið holt að innan, opin rými, 5 eldhús sem allir deila, sjónvarpsherbergi og afþreyjingarrtými hingað og þangað. Rúna og Una búa einmitt þarna. Íbúarnir gera þetta einusinni á ári, þemað var Bagijna
gamalt oskráð samfélag og ætlast var til að fólk mætti uppáklætt í hverskonar múnderingu, hver íbúi mátti bjóða 15 manns og það gerir þá boðslista uppá 600 manns, mætingin var eitthvað mjög nálægt því, það var pakkað þarna. 3 hljómsveitir á mismunandi stöðum í húsinu héldu uppi stemmningu. Íbúarnir voru búnir að oppna 2 bari og einn veitingarstað handa æstum múgnum. Þetta var herber snilld og alveg ótrúlega gaman. Myndir hér! Sunnudagurinn var líka góður þar sem ég svaf vel út, og fór svo í afmæli til bestu vinkonu minnar hérna. Hún Aníta, dóttir hans Jóns hélt uppá 3 ára afmæli sitt með pompi og prakt. Kökur, kók, nammi, pakkar og leikir, gerist ekki betra;-)
Þá heldur skólinn bara áfram á morgun, við þurfum að finna okkur 1-2 kúrsa til að taka þetta tímabil, ég þarf að vinna vel í FS og ENG svo það er meir ein meir en nóg að gera.
Prófin kláruðust á föstudaginn, mér og Jóni til mikillar ánægju, næstu próf ekki fyrr en í janúar.
Helgin fór í það að bara ekki vera að læra, kíkti til hag sem svo oft áður, á laugardagskvöldinu var búið að boða til mikillar veislu í kommúnunni Bagijnhof, en þar búa 40 manns í oppnu fjölbýlishúsi, þetta fyrirkomulag er ekki óalgengt hér í hollandi og er að mínu mati svoldið töff.
Húsið er á að ég held 5 hæðum herbergi að mismunandi stærð við útveggi, húsið er svoldið holt að innan, opin rými, 5 eldhús sem allir deila, sjónvarpsherbergi og afþreyjingarrtými hingað og þangað. Rúna og Una búa einmitt þarna. Íbúarnir gera þetta einusinni á ári, þemað var Bagijna
gamalt oskráð samfélag og ætlast var til að fólk mætti uppáklætt í hverskonar múnderingu, hver íbúi mátti bjóða 15 manns og það gerir þá boðslista uppá 600 manns, mætingin var eitthvað mjög nálægt því, það var pakkað þarna. 3 hljómsveitir á mismunandi stöðum í húsinu héldu uppi stemmningu. Íbúarnir voru búnir að oppna 2 bari og einn veitingarstað handa æstum múgnum. Þetta var herber snilld og alveg ótrúlega gaman. Myndir hér! Sunnudagurinn var líka góður þar sem ég svaf vel út, og fór svo í afmæli til bestu vinkonu minnar hérna. Hún Aníta, dóttir hans Jóns hélt uppá 3 ára afmæli sitt með pompi og prakt. Kökur, kók, nammi, pakkar og leikir, gerist ekki betra;-)
Þá heldur skólinn bara áfram á morgun, við þurfum að finna okkur 1-2 kúrsa til að taka þetta tímabil, ég þarf að vinna vel í FS og ENG svo það er meir ein meir en nóg að gera.
Subscribe to:
Posts (Atom)