Thursday, September 27, 2007

Smörgebröd, fludeskum og svampekeffe


Er dagskrá næstu viku. Þannig er mál með vexti að þar sem kúrsarnir sem ég er í þessa stundina eru frekar rólegir og að það bauðst spennandi námskeið í álfræðum við Syddansk Universitet í Sönderborg sem er viku námskeið og við erum að fara fimm saman frá Háskóla Reykjavíkur. Ég er að fara í fyrramálið og taka mér bíl á leigu og krúsa þarna uppeftir. Kemur út á sama ef ég flýg, peningalega. En ég ætla að nýta þetta að sjálfsögðu og fer beint til Birkis fjallagarps og Evu sem eru í Odense við nám. Hitti svo HR drengina á sunnudag.
Ég kem svo með ferðasögu að námskeiði loknu.

Hilsen!

Monday, September 24, 2007

Að safna skeggi á leiðinni til Danmerkur

Hið árlega skeggsöfnunarverkefni fór af stað fyrir um 3 vikum. Seinustu mælingar segja um 9mm. Þetta er að sjálfsögðu gert eins og áður í sambandi við ræktina, enn einusinni að ná af sér hamborgarasósunni. Ég og Jón Píka erum að taka gott prógramm í rækt skólans, svo er ég búinn að fjárfesta í klifurskóm sem ég ætla að nýta á boulderveggnum svo surfið og kitesurfið, þetta hlýtur að duga! En hvað verður skeggið orðið langt þegar það gerist? Svo er ég að fara í námsferð til Sönderborg í Danmerku næstu helgi og viku þar sem ég hitti nokkra gamla heimastofufélaga. En meira um það seinna.

Wednesday, September 19, 2007

URBAN MONKEYS

Er parkour krúið sem að littli, hraðstækkandi bróðir minn hann Aron Örn er í. Hann sendi mér þessa klippu sem að hann og félagi hans Eysi voru að setja saman. Mér finnst þetta bara svo ansi flott hjá þeim að ég bara varð að deila þessum með ykkur. NJÓTIÐ

Spurning um að fara að hreyfa sig ;-)

Monday, September 17, 2007

PRATAR DU SVENSKA?

Er settning helgarinnar. Ferðasaga helgarinnar byrjaði á því að ég kom við á verkstæði DUTRacing á miðvikudagskvöldinu á leiðinni heim úr skólanum. Þar voru nokkrir eldri liðsmenn að pakka í bíl. Ég forvitnaðist um hvert þeir væru að fara og áfangastaðurinn var Gautaborg í Svíþjóð þar sem þeir ætluðu að taka þátt í Baltic open kappakstrinum, ég fór svo bara heim.
Þegar ég kveikti á lappanum kom inn á msnið Viktor, gamall skólafélagi frá svíþjóð. Ég spurði hvað hann ætlaði að gera um helgina og hann var meðal annars að fara að hitta aðra gamla skólafélaga. Ég hringdi strax í DUTRacing og þeir voru með eitt aukasæti og þar með var ég farinn.


Við keyrðum til Maribo í Danmerku fyrst, gisti þar í bílnum í skítakulda, en sem betur fer fékk ég lánað flíssvefnpoka áður en við fórum. Við komum svo til Gautaborgar um 16 leitið á föstudeginum og fyrr má nú vera, ég var alveg að vera geðveikur á europopp/scootertónlistinni sem þeir spiluðu ALLA leið og sama hvað ég hækkaði í ipodnum þá náði ég ekki að einangra mig frá því, þetta var hræðilegt.

Allaveganna þá hitti Viktor mig og við smelltum okkur út á veitingarstað sem að kunningi okkar á í Gautaborg ásamt tveimur öðrum svíum, eðalstaður og eðalmatur.
Við fórum á fætur um 8 leytið á laugardeginum og brunuðum af stað í SAAB VIGGEN CABRIOLET tryllitækinu hans Viktors, eftir klst vorum við komnir á ströndina til að horfa á surfkeppni sem fór þar fram, vindurinn var svakalegur svo að við enntumst ekki lengi þar.
Stefnan var tekin á Trollhettan, þar sem saab er einmitt framleiddur. Þar var mér boðið í kvöldmat hjá foreldrum Viktors, gott og gaman, ég bjó oft hjá þeim í den.

Um kvöldið var svo stefnan tekin á innfluttningsteiti hjá Rasmus sem var besti vinur minn á malungsdögunum mínum. Hann vissi
ekki að ég væri í Svíþjóð og ég hef varla heyrt af honum í 7 ár. Viðbrögðin þegar hann oppnaði hurðina fyrir mér voru líka eftir því.
Kvöldið var snilld, skemmtilegt fólk og gott djamm;-)

Um hádegi á sunnudeginum fórum við svo í morgunmat til forleldra Rasmus og þau fengu sama sjokk og hann, ég fékk dádýrasteik mmmmmm....

Svo hringdu Hollendingarnir og sögðu að þeir færu eftir hálftíma, ég var í 100km fjarlægð, greit!
En þetta reddaðist með ofurkröftum SAAB VIGGEN og ég náði til þeirra.

Svíþjóð, Holland var tekið í einum rykk, 12 tímar af Scooter og ég var kominn heim nett ruglaður kl 4 í morgun.

Þvílik snilldarferð, þetta verður endurtekið en án Scooter næst!

Wednesday, September 12, 2007

Tækifærissinninn


Búmm! Hitti mann sem sagði mér að hann væri að fara til Svíþjóðar yfir helgina, ég spurði hann hvort það væri laust sæti, hann sagði Já! Vitir menn ég er að fara í óvænta heimsókn til gamalla skólafélaga um helgina. Þvílík snilld, þetta var bara eins sjálfsagt og að fá far á selfoss.

Allveganna þá er ég að fara í fyrramálið og kem heim á mánudaginn.


Öppdeit eftir helgi.

Monday, September 10, 2007

Núll Og Nix

Seinustu daga er mest litið búið að gerast hér, ætlaði að eyða helginni á oostvoorne autostrand í kitesurfi en allt fór fyrir ekki, þar sem ég gat ómögulega útvegað mér fari. En það var skiptinema teiti á föstudaginn, frítt á barnum allt kvöldið, held að ég hafi prufað alla gosdrykki sem að Holland býður uppá það kvöldið.
Laugardeginum var eytt í Den Hag þar sem Jón keypti sér flatskjá á skid o ingenting, sem við ferðuðumst svo með í görsamlega pökkuðu trammi.
Í dag er svo skóli, nú hljóta hlutinrnir að fara að rúlla þar sem að það eru bara sex vikur í próf, eitthvað láðist að segja mér það að þeir sem að eru í svona kerfi væru í alveg jafn mörgum fögum og við heima hmmmm.. Ég er í fimm fögum á þessum tíma, hvað er það?
Í kvöld er svo stór fundur hjá DUTRacing, grill og læti, fjör fjör fjör.

Tuesday, September 4, 2007

Ik ben Svanur en ik ben en Ijslander.

Fyrsti tími í gær á HOLLENSKU! Skildi samt mest allt sem fór þar fram og sá það að við Jón þurfum að breyta stundarskránni aðeins, þar á meðal er hinn afar hressandi hreyfiaflfræðiáfangi sem ég tók með trompi hérna í dentid og hef ekki áhuga á að storka örlögunum enn á ný.
Í dag var svo kynningardagur, það var mæting 8:30 og hófst kynningin í tjaldi á baklóð deildarinnar. Þetta var ábyggilega ein skrautlegasta powerpointsýning sem ég hef séð, þvílíkt bull, hahahaha, það byraði með lagi sem margir þekkja "ewerything is gonna be allright, ewerything is gonna be allright" hahaha þvílíkur léttir að heyra það. Svo hélt þetta svona áfram með sögum af gömlum fræðimönnum og hvernig TUDelft væri leggur þeirra og hvað við væru sérstakir, hugrakkir óhræddir, já og ekki latir fræðimenn framtíðarinnar þar sem við þorðum að taka það stóra skref að smella okkur í pyttinn hjá TUDelft, shii ég vildi að ég hefði tekið myndavélina með. Við fórum svo bara heim eftir lunch þar sem við vorum búnir að ganga frá öllum okkar málum.
Á morgun þarf aðeins að taka til í stundarskrá og mæta svo í næsta tíma.

PS: Just realised I wrote this in Icelandic, really have to make another blog for english ;-)

Sunday, September 2, 2007

The worst and the best days

Yeas, English is the language from now on, I had some complaints from nonicelandic speaking friends so from here on you will have to read it in English, if you can´t just msn me and I will translate;-)
And now for some news, I have officially started to kitesurf, took a lesson last Thursday and it went very well. So I decided to buy the gear and take another lesson on Friday but they forgot to pick me up? But I got the gear and another lesson today instead. This kitesurfing thing is a lot of fun, today I spent the day practising launches and turns. I managed to hit one guy with my kite, faceplant 10 times and drink about a liter of seawaterseaweedshake which made me make an attempt to puke quite a few times. Does it get any better? I also think I got seriously sunburned. I´ll let u know when I get a hang of this.
Yesterday I wen´t with some Icelanders to an annual concert in The Hague, some dutch bands very alike the famous Icelandic bands as Skímó and Nylon. The main act was not a dutch person, it was P!NK herself, yeah! that was great.
Tomorrow schoooooool starts, I´m kinda excited to see what it will be like to study at TUDelft.




Well, checkja later