Við hittums hér í Den Hag kl 5 um morguninn
Hjóluðum áleiðis og það fór að rigna.
Að ferðast með rétta fólkinu, einn þarna þekkti til í sveitinni svo við gátum parkerað hjólunum inn í þessari hlöðu, og það var boðið upp á kaffi og kruðerí. Brautin bara í 15mín göngu frá.
Maðurinn með miðann
Það var mikill hressleiki á tjaldsvæðinu end 3 daga veisla að taka enda.
Smá keppnis, magnað hljóð í þessum tækjum
Eftir dijk túrinn mikla, menn orðnir þreyttir eftir laaangann dag.
Ég fór ásamt fögru förnuneyti á Moto GP seinasta laugardag. Dagurinn byrjaði í 4 hjólum og rigningu. Endaði í yfir 100.000 hjólum og steikjandi sól. Keppnin var skemmtileg þrátt fyrir að Rossi hafi dottið. Það var eins og allir væru þarna fyrir hann, því það trylltist allt í stúkunni þegar hann var að reyna að ná þeim þó hann væri í seinasta sæti. Eftir keppnina á leiðinni heim ákváðum við að nýta veðrið og taka góðann rúnt. Á yfir 150km leið frá brautinni var fólk búið að koma sér fyrir til að fylgjast með fjöldanum af hjólum fara framhjá, alveg magnað. börn og upp í gamalmenni með skilti sem á stóð, "do a wheeli" "stoppie" "revit!" og fleira.
Snilldar dagur.
No comments:
Post a Comment