Monday, June 30, 2008

Moto Gp

Við hittums hér í Den Hag kl 5 um morguninn

Hjóluðum áleiðis og það fór að rigna.
Að ferðast með rétta fólkinu, einn þarna þekkti til í sveitinni svo við gátum parkerað hjólunum inn í þessari hlöðu, og það var boðið upp á kaffi og kruðerí. Brautin bara í 15mín göngu frá.
Maðurinn með miðann
Það var mikill hressleiki á tjaldsvæðinu end 3 daga veisla að taka enda.
Smá keppnis, magnað hljóð í þessum tækjum

Í einu stoppinu á leiðinni heim
Eftir dijk túrinn mikla, menn orðnir þreyttir eftir laaangann dag.

Ég fór ásamt fögru förnuneyti á Moto GP seinasta laugardag. Dagurinn byrjaði í 4 hjólum og rigningu. Endaði í yfir 100.000 hjólum og steikjandi sól. Keppnin var skemmtileg þrátt fyrir að Rossi hafi dottið. Það var eins og allir væru þarna fyrir hann, því það trylltist allt í stúkunni þegar hann var að reyna að ná þeim þó hann væri í seinasta sæti. Eftir keppnina á leiðinni heim ákváðum við að nýta veðrið og taka góðann rúnt. Á yfir 150km leið frá brautinni var fólk búið að koma sér fyrir til að fylgjast með fjöldanum af hjólum fara framhjá, alveg magnað. börn og upp í gamalmenni með skilti sem á stóð, "do a wheeli" "stoppie" "revit!" og fleira.
Snilldar dagur.

Thursday, June 26, 2008

Urk


Við Elín fórum til Urk
Þar sem Pabbi var við vinnu
Við skoðuðum menningu Urkmanna

Og skip þeirra

Er þetta ekki eitthvað furðulegt? Tvær rauður í eggi og það í heilum pakka?

Friday, June 20, 2008

Þetta kemur

Ég smellti mér í kitesurf seinustu tvo daga. Afraksturinn er að ég er farinn að geta beitt drekanum

Hér er ég á fleygiferð með mosagræna, Joris í stökki með þessum Svarta, hvíta og gula.

 Þetta er bara gaman. Í gær voru so um 25 hnútar og það er aðeins of mikið fyrir stærðina af dreka sem ég er með og fékk ég aðeins að finna fyrir því þegar ég fauk næstum af stað út á haf.

Wednesday, June 11, 2008

Staflinn orðinn smár!




Ég er búinn að vera á kafi í að klára alla áfanga vetrarins og nú eru ÖLL! verkefni klár og bara tvö nett próf eftir. Veðrið hérna er búið að vera nokkuð gott og svo vorum við í DUTRACING að klára bílinn sem var svo birtur alþjóð í gær við hátíðlega athöfn á aðaltorgi Delft.

Á morgun ætla ég að skerpa á flugdrekabrimreiðum mínum ásamt fleirum á scheveningen strönd.