Tuesday, May 13, 2008

Heitt í kolunum!

Í morgun, rétt eftir kl 9 kom upp eldur í einni af byggingunum í TUDelft. Byggingin tilheyrir arkitektardeildinni og er að ég held um 8-10 hæðir. Eldurinn byrjaði á að ég held næst efstu hæðinni í suðurenda hússins og keiknaði í útfrá kaffisjálfsala. Húsið brann í allann dag og brennur enn. Ekki er ólíklegt að það verði alveg hrunið í fyrramálið. Um kl 17 í dag hrundi hluti af húsinu, video hér. Ég vona að Una og arkitektarnir hafi ekki farið of illa út úr þessu.

En svo átti ég afmæli í gær og það var gaman. Elín færði mér miklar og góðar gjafir, tevur, nortfacepoka og snekkju. Ég var reyndar að læra fyrripartinn en fórum svo niðrað vatni til að grilla okkur og auðvitað að testa snekkjuna. 25-30°Hiti eins og er búið að vera seinust vikuna.

1 comment:

Daniel F. said...

Sjaldan eða aldrei jafn mikið við hæfi að syngja, I am so hot in herre, I'm gonna take my clothes off!

Ég ætla að vona að þú hafir notað tækifærið!