Wednesday, March 5, 2008

Hér enn! Og mikið búið að gerast.

Asskoti getur maður verið latur að skrifa hvað er verið að bauka. Það helsta er að ég jú braut á mér olnbogann og fór í aðgerð hálfum mánuði seinna til að laga það sem að ég skemmdi. Þetta var enn einn hlutinn í að smíða ofursvan þar sem að ég fékk tvær titaníum skrúfur til viðbótar við þær tvær sem eru í annarri löppinni.
Aðgerðin var snögg, mætti bara um morguninn, var háttaður og settur í aumingjaslopp, nokkrar pillur, trillað inn í aðgerðarherbergi, þar talaði einhver læknanemi við mig, sagði að hún myndi framkvæma aðgerðina eða kanski læknirinn þarna inni, var ekki viss? Smellt á mig grímu, dragðu andann djúpt vinur BÚMM! vaknaði í öðru herbergi. Leið eins og þei hefðu bara tekið hendina af. Dældu í mig einhverjum verkjalyfjum og ég var milli vöku og svefns mestallanna daginn. Um fimmleytið gat ég staðið upp með nettann svima, þakkaði fyrir mig og hjólaði heim. Höndin er mun betru núna og á eftir a vera í toppstandi á næstu þrem vikum.
Ég, Jón og Jóhanna hans fórum á innannhús mótorcrosskeppni í Rotterdam seinasta laugardag, það var alveg magnað. Þessir gæjar eru alveg nett ruglaðir, gerandi allskona trikk mjög hátt og langt með ekkert nema steypugólf til að taka fallið ef eitthvað klikkar. Nokkur þúsund hressir hollendingar með sítt að aftan að drekka bjór g reykja ofaní hvorn annann milli þess sem þeir dilla sér við nýasta technoið.

Formúlan er eins og búið að vera í allann vetur á fullu. Núna erum við að smíða bílinn frá grunni. Við sem sjáum um fjöðrunina erum á áætlun og vorum við einmitt að smíða klafana undir bílinn í gær. Það er gert á hreinni rannsóknarstofu í hvítum sloppum með læknagrímur og alles. Mjög sérstakt að vera að smíða bíl í svona umhverfi en ekki á kafi í olíu eins og maður hefur vanist heima.
Einhver seinkun er þó á verkefninu vegna þess að hópurinn sem sér um búkinn er fámennur og það tekur tíma að undirbúa mótin og trefjarnar í þau. Einnig er ég núna kominn í prufuliðið og er þar eini nýliðinn. Það snýst um að prófa bílana með ökumönnum og ná réttri uppsetningu á bílnum. Núna förum við nokkrum sinnum í mánuði með bílinn frá í fyrra til að ná æfingu í að stilla honum upp og átta sig á allri virkni.

Ein góð saga hérna í endann. Við keyptum 50cc Tomos vespu um daginn. Elín var að fara a henni í vinnuna og villtist af leið. Endaði á A4 sem er hraðbraut milli Delft og Hag. Blá ljós og hún var stöðvuð af tveimur lögeglubílum og einu lögregluhjóli. Það má ekki vera á þessu á hraðbrautinni vinan. ó? Hún fékk lögreglufylgd, einn bíll fyrir framan hana og hjólið fyrir aftan á 45km hraða eins og druslan dró á hraðbraut með hraðahámark 120km. Til hag og sat þar á löggustöðinni því að hún var ekki með ökuskírteinið sitt. Þegar það var klárt fékk hún lögreglufylgd á næsta hjólastíg og var vinsamlegast beðin um að halda sér þar í framtíðinni.
Nú býð ég bara eftir að sjá þetta í hollensku cops þáttunum, vegmisbruikers.

Og hjólið mitt sem ég keypti um jólin er loksins komið til íslands. Það er verið að setja það á númer heima og verður svo sent hingað til mín á næstu dögum. Góð tímasetning þar sem vorið er að koma hérna.

Ég kem með nokkar myndir bráðlega af því sem er búið að gera í formúlunni



Hér er svo ein mynd sem að mér var bent á um daginn, shii við erum eins og eitthvað gengi frá LA.

Kveðja Svanur

PS. Kvitta! endilega að kvitta í gestabókina, þá veit ég allveganna að það er einhver að lesa þetta.

12 comments:

Drekinn said...

hahahahaaa Elín á hraðbrautinni á vespu! Sé hana alveg fyrir mér! Ó má það ekki???????? Þetta verður pottþétt í Wegmisbruiker enda svo sannarlegur Wesmisbruiker hér á ferðinni!
Gott að heyra að þeim tókst að spassla höndinni á þér saman á ný!
Kv. Lína Delftari

Anonymous said...

Töff Video !!!!

LOL vá hvað ég grenjaði úr hlátri !!!!! Elín snillingur á vespu á hraðbraut... ahahahaha ;)

Já ofursvanur, það verður spennandi að sjá þig á elliheimilinu !! Færð sér ofurdeild með leiktækjum og dóti þar sem þú verður óstöðvandi !!!

Frábært að sjá nýja færslu,
Bestu kveðjur frá Norge
Hanna Steinunn

Anonymous said...

Dude djöhh er mikið buið að gerast hja ykkur XD mér fynnst nú vespu shittið best LOL
Allavega hjólið þitt er magnað!
og hvað ertu gamall á þessari mynd
djöhh er Geiri cool a henni ....
Þið kunnuð ykkur i gamladaga XD
LMAO!!!!!!


Littli Bro Aron

Una said...

jú, er að lesa... kvitti kvitt. fremur fyndnar sögurnar af ykkur hjúum. hefði viljað sjá svipinn á elínu þegar hún var stöðvuð :D

og já... vaknaðir eftir aðgerð, smá svimi og hjólar svo heim!!! bilun...

kveðja, Una

Anonymous said...

Kvitti kvitt!
Tinna sys

Unknown said...

Alveg hreint magnað hvað þú finnur eða hvað er mikið að gerast í mótorsportinu þarna í landi svínanna. Það sem kemst næst mótorsporti sem ég hef séð hérna DK er þegar hjólreiðamaður datt á hausinn, eftir að hafa runnið til þegar hann keyrði yfir Iberiu snigil í beygju.

Þarf að athuga hvort ég geti kíkt á ykkur ef ég fer til Brussel. Kemur vonandi í ljós í vikunni.

Kv. Birkir

Anonymous said...

kvitt kvitt :O) Linda ( hans Gústa )

Unknown said...

þið eruð flott!!
koss og knús,
Anna og Ethel María

Anonymous said...

myndir af hjólinu svanur, ég vil sjá front wheelie af þér á youtube... svo finnst mér vespan ekki alveg fá að njóta sín á síðunni, geturðu ekki látið Elínu gera eitthvað trix og myndað það, standa á hnakkinum eða eitthvað "basic" hehe..
kv. from DownUnder
Logi

Anonymous said...

já og varðandi myndina af ykkur félögunum. Var þetta tekið þegar þú varst í boybandi og Geir starfaði sem pimp í flórída?

fökk hvað þið eruð heitir

Logi

Anonymous said...

Já sæll þetta líkar mér þið eruð töff kv Eyjó

Anonymous said...

geðveikt kv eyjo
kvittaði tvisvar