Þá er þessi prófatörn klár. Eins og ég hef minnst á áður þá var nettur misskilningur um hvernig áföngum er hagað hér í hollandi. En ég er að taka venjulegt magn af prófum sinnu tveir. þeas 2 svar á önn sem gerir álagið ekkert minna en það var fyrir í íslenska kerfinu. En þetta er samt allt í góðu, mér leiðist bara að læra undir próf.
Ég kláraði ss á fimmtudaginn og bara lág í leti eftir það. Jón smellti sér á þorrablót vina sinna í Amsterdam og kom til baka flengdur og reynslunni ríkari. Ég aftur á móti fór að vinna í formúla student yfir helgina. Þar er verið að leggja lokahönd á hönnun og vinnuteikningar. Á laugardagsmorgun ákvað ég að renna mér á langbrettinu í skólann, sólin skein, vindurinn lék um hárið er ég brunaði yfir seinustu brúna á leiðinni, thupúmp! Brettið varð eftir í skilunum millu brúar og lands, ég flaug áfram, setti hendurnar fyrir mig og fann fyrir þokkalegum sársauka. Ég leit í kringum mig og það sá þetta enginn gerast, pjúff. En mig svimaði og ég var frekar slæmur í vinstri.
Þegar ég kom á skrifstofu FS þá setti ég vinstri strax í fatla, fannst ég vera tognaður. Ég fór í grill með íslensku mönnunum hérna en fór snemma heim því mér var orðið andsk íllt í vinstri. Svaf samasem ekkert þá nótt. Á sunnudags morgninum fór ég á spítala, lét kvelja mig aðeins og mynda. Vitir menn, brotinn á framhandleggsbeini er tengist olnboga, hugsanleg aðgerð í vændum. framhald er læknirinn hringir í mig.
Þangað til verð ég gera það sem ég get með Einari
Kveðja
Svanur
Monday, February 4, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Sælar minn brotni vinur, eitthvað hljómar þetta nú kunnulegt orðalag, hehe. var það ekki örugglega vinstri ? Hvernig er annars hjá ykkur í útlandinu er bekenaður telafónn hja ykkur ? því enn er kópavogurinn án "innranetsins" og því emmessenn og svoleiðis illbrukanlegt. Kær kveðja , Simbi
Hæbbs,
Þú verður að einbeita þér stíft að því að græða hendina og taka vítamín, ekki hægt að fara í snjóbrettaferð krambúleðaður!
Kv. Frá snjóalögðu Íslandinu
Geirinn
Sæll Svanur,
Vonandi gekk aðgerðin bara vel hjá þér (eða lækninum kannski frekar) og láttu þér nú batna sem fyrst... maður er nú ekki mikil Hetja ef maður er með slappa hendi, þó það sé vinstri :)
Hallo Svanur leidilegt ad heira, kuplingshendin tha vill eg nu frekar mitt vidbeinsbrot a haegri get tho gefid inn vona ad tetta taki ekki of langan tima ad groa sumarid er handan vid hornid. Kaerar kvedjur fra tyskaland Steinar As
Post a Comment