Monday, February 4, 2008

Með einari

Þá er þessi prófatörn klár. Eins og ég hef minnst á áður þá var nettur misskilningur um hvernig áföngum er hagað hér í hollandi. En ég er að taka venjulegt magn af prófum sinnu tveir. þeas 2 svar á önn sem gerir álagið ekkert minna en það var fyrir í íslenska kerfinu. En þetta er samt allt í góðu, mér leiðist bara að læra undir próf.
Ég kláraði ss á fimmtudaginn og bara lág í leti eftir það. Jón smellti sér á þorrablót vina sinna í Amsterdam og kom til baka flengdur og reynslunni ríkari. Ég aftur á móti fór að vinna í formúla student yfir helgina. Þar er verið að leggja lokahönd á hönnun og vinnuteikningar. Á laugardagsmorgun ákvað ég að renna mér á langbrettinu í skólann, sólin skein, vindurinn lék um hárið er ég brunaði yfir seinustu brúna á leiðinni, thupúmp! Brettið varð eftir í skilunum millu brúar og lands, ég flaug áfram, setti hendurnar fyrir mig og fann fyrir þokkalegum sársauka. Ég leit í kringum mig og það sá þetta enginn gerast, pjúff. En mig svimaði og ég var frekar slæmur í vinstri.
Þegar ég kom á skrifstofu FS þá setti ég vinstri strax í fatla, fannst ég vera tognaður. Ég fór í grill með íslensku mönnunum hérna en fór snemma heim því mér var orðið andsk íllt í vinstri. Svaf samasem ekkert þá nótt. Á sunnudags morgninum fór ég á spítala, lét kvelja mig aðeins og mynda. Vitir menn, brotinn á framhandleggsbeini er tengist olnboga, hugsanleg aðgerð í vændum. framhald er læknirinn hringir í mig.

Þangað til verð ég gera það sem ég get með Einari


Kveðja
Svanur